Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 29

Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 29
DVÖL 27 kvíðinn lagði mann í einelti, þegar manni fannst dapurt að vera til og óskaði kannski helzt eftir að deyja. Þá var henni ósjálfrátt rétt höndin. Og nú var því treyst, að eitthvað gerðist, eitthvað sem gæfi brjóstinu fró. Og það brást ekki, — manni eins og létti í nærveru hennar. Og maður hugsaði um þetta, meðan maður áti bágt. Svo var það gleymt, gleymdist eins og allt annað henni viðkomandi. Maður sá hana ekki nema stundum og þá rétt í svip. Hvers vegna var þetta svona? Tómthúsmannakonurnar stönz- uðu við þessa spurningu. Þær reyndu að hvarfla huganum að einhverju öðru. En það var ekki hægt að hugsa um neitt annað: Hvers vegna hafði maður ekki séð þessa konu nema rétt í svip? Símonía. — Hún var alltaf eins. Sama þótt maður væri leiður, sama þótt verið væri að skattyrðast. Það sást ekki bregða fyrir tóm- leikablæ í svip hennar. Hún gerði aldrei neitt til að vekja á sér at- hygli. Það var heldur aldrei hægt að finna, að henni lægi eitthvað þungt á hjarta, að hún þyrfti á einhvern hátt að bera sig upp við mann, að hún fyndi sig þurfa að trúa manni fyrir einhverju. En þetta var svo ólíkt öllu, sem mað- ur átti að venjast. Það kom manni samt ekki beinlínis á óvart fyrr en nú. Maður hafði lagt þetta út á einn veg. Svo sannarlega hafði. maður ekki ætlað að gera henni rangt til. En nú var ekki efazt um það lengur, að henni hafði' verið gert rangt til. Og það var ekki hægt að minnast þess nema með tárum. . . Það var fjúk. Ein og ein mann- eskja sást á ferli. Nú gengu þær fram hjá án þess að eftir þeim væri tekið. En það var hún. Henni var fylgt eftir í huganum. Hún var að fara eitthvað langt. Samt hafði hún aldrei verið nákomnari manni en einmitt nú. Einhver kom að utan. En enn um stund var horft á aðra mann- eskju. Um svip hennar lék heiður bjarmi. Já, það kom stundum fyrir, að nokkrar af tómthúsmannakonun- •um stöldruðu við mitt í önn dags- ins, og hugleiddu um Símoníu Magnúsdóttur. Og þessar konur, sem töluðu sín á milli um flesta þá hluti, sem þær og þeirra varð- aði að einhverju leyti, þær veigr- uðu sér við að minnast á þá látnu. Minningin um Símoníu var máske geymd dýpra í hjartanu en flest annað, sem lífið hafði miðlað þeim allt til þessa. Þær höfðu gert þessu gamalmenni rangt til. Það hafði komið af sjálfu sér, eins og allt, sem gert er óafvitandi. Það var þetta: Eftir að hún var gengin til mold- öðru nafni en því, sem henni hafði yar, var ekki hægt að nefna hana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.