Dvöl - 01.01.1948, Qupperneq 5

Dvöl - 01.01.1948, Qupperneq 5
D V ö Ii 3 sápulöðrið. Maður gengur í gegn- um þær, og er orðinn annar, ó- afturkallanlega annq,r, og dyrnar, sem maður gekk í gegnum, lrafa lokazt að baki manns og maður er einn og nakinn og allt er kalt og autt. Ma^ur veit það. Maður getur ekki afsakað sig með því aö manni hafi ekki veriö kunnugt um það. En allt er undir augna- blikinu komið, þegar maður lyftir hendinni til þess að drepa á dyrn- ar, og þeirri stuttu stund, er dyrn- ar standa opnar, og maður gengur inn .... Hún átti frí þetta kvöld, hún Berta. Hann hafði skrifað áríð- andi bréf, sem hann ætlaði að fara sjálfur með á pósthúsið, það var gott að fá sér stutta göngu. En hvað getur ung stúlka gert sér til gamans á slíku fríkvöldi í litlu bústaðahverfi eins og þessu Að- eins gengið úti og verið frjáls. Það er ekkert fólk þarna á gangi, og á báðar hliðar vegarins vex skóg- urinn, ofurlítið haustlegur og án fuglasöngs. Litlu, dimmgrænu laufblöðin hafa þegar fengið brúna og gula bletti á rendurnar. — Jæja, Berta er þá á gangi hér, segir hann, þegar þau mætast. — En snúið við, þá getum við orð- ið samferða. Ég þarf aðeins að skreppa á pósthúsið með þetta bréf. Hún hlær og snýr fús við og fylgist með honum. Sumpart er það af skyldurækni, sumpart af .. — Mér finnst vera farið að hausta, segir hann. — Það er ein- kennilegt, að ég hef ekki veitt þessu sumri mikla athygli. Sum sumur eru þannig. En hann tekur eftir Bertu. Það er ekki hægt annað en taka eftir þessu létta fótataki við hlið sér. Það vekur storm í sálinni. Honum finnst hann sjálfur verða broslega ungur, og það er sem vængir vaxi á öklana. Hann brosir að sjálfum sér, en samtímis vefst ljúfur ylur um aldraða sál hans. Hann spjall- ar við hana um smámuni, og hún svarar í sama tón. Þetta er ekk- ert enn þá, aöeins vinnukonan og húsbóndinn, sem eiga samleið af tilviljun. Þau þekkja hvort annað, sjá hvort annað daglega og eru bæði innan sama litla hringsins í lífinu. Þau eru ekki hvort öðru ó- kunnug. — Bíðið mín hér, segir hann. — Ég ætla aðeins að leggja bréfið i póstkassann. Hún bíður. Ef til vill lítur ein- hver á hana sem snöggvast. En enginn lætur sér detta í hug ást, eða eitthvað annað verra í sam- bandi við þau. Allir þekkja verk- fræðinginn, heiðarlegan og óað- finnanlegan mann, sem á hús og heimili. Allir þekkja konuna hans, sem er svo blíðlynd og vill helzt sitja í litla vefstólnum sínum og vefa munstur, sem hún finnur upp sjálf. Og allir þekkja Bertu, hún er siðsöm stúlka. Þau ganga saman til baka, hæg-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.