Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 9

Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 9
D VÖL 7 klíðum. Hún ákveður aldrei vefi sína fyrirfram. Þeir verða til, vaxa og dafna í höndum hennar eins og ljóð, og það er svo yndislegt að finna það og vita það, að þessi vefur verður hinn fegursti, sem hún hefur ofið. Hún vefur í hann drauma sína og hið fagra lands- iag ... Og nú . .. Hún gengur að skápnum sínum, sem hún opnar sjaldan. Andlits- drættir hennar eru afmyndaðir, eins og hún beri grímu. Hún lyftir lokinu og dregur út litla skúffu. Þar liggur marghleypa mannsins og hefur legið þar óhreyfð í tutt- ugu ár. Hún er hlaðin. Hún hefur verið hlaðin í tuttugu ár. Hún gengur upp í herbergi Bertu. Skotið bergmálar harka- lega um allt húsið, og maðurinn kemur hlaupandi. Skóhljóð hans heyrist — taff, taff, taff, taff upp allan stigann, og þarna stendur hann með opinn munninn. Sæng- in undir Bertu verður rauðari og rauðari. -------------------------------------^ Gustav Sandgren er meöal yngri og efnilegri rithöfunda Svía. Hann er fæddur árið 1904 og kom fyrst fram á sjónarsviðið sem rithöfundur árið 1929 í safni ungra rithöfunda. Fyrsta skáldsaga hans kom út árið 1932 og nefndist hún Livet ar rikt. Næsta skáldsaga hans var Samuel (1934). En mesta viðurkenningu hefm- Sand- gren þó hlotið fyrir smásögur sínar, sem margar hverjar eru dulræðar og ljóðrænar. Kom safn þeirra út árið 1936 og nefnist Skymningssagar. Og svo gengur allt sinn gang. Þeir spyrja konuna, þeir eru ekki óvingjarnlegir, þeir spyrja var- lega: — Hvers vegna gerðuð þér þetta? Og hún svarar með barns- legri einfeldni af skjálfandi vör- um: — Af því að ég fékk ekki frið til þess að ljúka við vefinn minn. Ég var aðeins hálfnuð með hann. Andrés Kristjánsson, þýddi. Tvennskonar ekkjur. Kipling segir .þessa sögu. Hann dvaldi að sumarlagi á staö nokkrum á Indlandi þar sem eiginkonur Englendinga, búsettra þar í landi, dvöldu oft heitasta hluta sumarsins, þegar nálega var ólíft niðri á sléttunum. Konur þessar gengu undir nafninu: „Gras-ekkjur.“ Kipling var kynntur fyrir konu á þessum stað, og segir við hana: „Þér getið auðvitað ekki um annað hugsað en manninn yðar, sem nú stiknar þarna niðri.“ Þegar Kipling hafði mælt þetta hvessti félagi hans á hann augun. Konan var nefnilega ekki „Gras-ekkja“ eins og hann hélt, heldur venjuleg ekkja!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.