Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 64

Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 64
62 DVÖL á hve kjarnmiklu máli bréf Ingíbjargar eru rituð. Málfar og stíll þessarar ólærðu konu er með ágætum. Að vísu er málfar hennar, dönskuskotið, en dönskusletturn- ar eru eins og óverulegt rýð á góðmálmi, sem er gljáandi og feyrulaus, þegar ryðið hefur verið strokið af. Finnur Sigmundsson landsbókavörður hefur búið bréf Ingibjargar undir prent- un af vandvirkni og alúð. Bókin er prýdd nokkrum myndum og dregnum upphafs- stöfum eftir Hafstein Guðmundsson prentsmiðjustjóra. V. J. Nokkrar barna og unglingabœkur. I Dvöl hafa borizt allmargar barna- og unglingabækur að undanförnu, og verð- ur hér getið nokkurra þeirra. Snælandsútgáfan hefur sent frá sér tvær ágætar unglingabækur nú í haust, eru það Nýir dýrheimar eftir Kipling og Sól og regn eftir Badven Pawell skáta- höfðingjann alkunna. Nýir dýrheimar er ein af frumskógabókum Kipiings og framhald af Dýrheimum, er út kom í fyrra. Þetta eru frábærar unglingabækur, fróðlegar, skemmtilegar og bókmennta- leg lirtaverk, enda hafa þær lagt undir sig svo að segja allan heiminn. Gísli Guðmundsson fyrrv. alþingismaður hefur íslenzkað þessar bækur og er þýðingin afbragsgóð. — Sól og regn er ágæt barnabók um dýralíf, skreytt mörgum myndum eftir höf. sjálfan. Jón Helgason blaðamaður hefur þýtt bókina og er mál hennar hreint og snjallt. Þá hefur bókaútgáfa Pálma H. Jóns- sonar sent frá sér í nýrri útgáfu barna- bókina Við Álftavatn eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson. Þetta er góð barnabók, og var Ólafur kornungur, þegar hann reit hana. — Einnig hefur sama útgáfa sent frá sér hið fræga ævintýri Kiplings Hvíti selurinn í þýðingu dr. Helga Pét- urssonar, og er það frábærlega vel gerð þýðing, og getur hver fullorðinn maður lesið hana sér til sálubótar, þó ekki væri nema vegna málfarsins. Draupnisútgáfan hefur og sent frá sér nokkrar barna- og unglingabækur nú í haust. Má þar nefna laglega og sérstæða lesbók fyrir lítil börn. Nefnist hún Goggur glœnefur. í henni er fjöldi prýði- lega gerðra teiknimynda við barna hæfi. Höf. er norskur, en Freysteinn Gunnars- son hefur snúið lesmáli á íslenzku af sinni alkunnu smekkvísi og lipurð. Þá má og nefna drengjabók, sem nefnist Uppreisnin á Haiti og Hjörtur Krist- mannsson kennari hefur þýtt og stúlkna- bók er nefnist Prinsessan, og er hún þýdd af Axel Thorsteinssyni. f djörfum leik eftir Þorstein Jósepsson. — Útgef. Hlaðbúð 1946. Bókaútgáfan Hlaðbúö hefur þegar unnið til verðugrar hylli með útgáfu nokkurra ágætisbóka, þótt hún sé enn ungt fyrirtæki. Hún gaf fyrst út Mann- þekking eftir Símon Jóh. Ágústsson, sem er ágæt bók og er fyrsta íslenzka bókin um sálfræðileg efni, sem náð hefur al- mennri útbreiðslu hér á landi. Siðan hefur Hlaðbúð gefið út Vísnabókina, en í henni eru ýmis gömul og ný barnaljóð og þjóðkvæöi, sem Símon Jóh. Ágústsson hefur valiö, en Halldór Pétursson list- málari dregið ágætar myndir um efni kvæðanna. Þá er og nýkomin út hjá Hlaðbúð bók er nefnist Fornir dansar, og er þar saman komiö mikið safn gamalla dansa og víkivaka, og hefur Ólafur Briem búið þá bók til prentunar, en Jóhann Briem listmálari teiknað í hana myndir. Að síðustu er komin út bók eftir Þor- stein Jósepsson og nefnist hún í djörfum leik, og hefur hún borizt Dvöl. Eru þetta frásagnir um ýmsa merkustu iþróttamenn og íþróttakeppnir heimsins. — Þorsteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.