Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 33

Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 33
DVÖL 31 — Alveg raunverulega stjörnu, — viltu sjá! Harry tók vi'ð henni. Hann velti henni í hendi sér og leit á seðilinn. Síðan rak hann upp skellihlátur, sem kom ísköldu vatni til að renna millum skinns og hörunds á Snecky. — Þetta er nú ekki annað en slípað gler, Snecky minn. — Þetta er raunveruleg stjarna segi ég. — í guðs bænum hættu, vinur. Þetta er ekki annað en glerkúla með sexpence-verðmiða. Snecky hrifsaði hana úr hönd- um hans. Fáðu mér hana, þú vilt hvort sem er ekki gera annað en grín að mér. Og hann beið ekki eftir svari frá Harry. — Kreistandi stjörnu- djásnið svo fast í lófann, að rend- ur þess skárust inn í hörund hans, hljóp hann eins og fætur toguðu eftir fjölmörgum hliðargötum án þess að nema staðar fyrr en hann var kominn á Sánkti Georgs torg, þar sem allt var kyrrt. Þar klifr- aði hann upp á mannauðan bekk og fór að skæla, án þess þó að hafa nokkra minnstu ástæðu til þess. — Af hverju ertu að gráta, Snecky? Hann þurrkaði sér um augun uieð treyjuerminni sinni og leit upp. Hann lét sem hann væri að geispa. — Ég er alls ekki að gráta, Joe. Ég er bara orðinn syfjaður. Joe klifraði upp á bekkinn við hans. Hann var skólastrákur á aldur við hann. — Hvað ertu að gera hér, Snecky? — Æ, ég var bara að leita að ónýtum eldspýtum til þess að nota þær í ígulkerið, sem ég er að smíða heima. — Hefuröu fundið nokkra? — Ekki eina einustu . . . Það nota víst allir þessa kveikjara. Hann fann fyrir stjörnunni í vasa sínum, hvar hún lá. — Geturöu hugsað þér, hvað ég er með í vasanum, Joe? — Nei. — — Ég er með stjörnu, — ofan frá himninum. — Þú ert að plata. — Nei. — Sjáu bara! Hann tók leyndardóminn upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.