Dvöl - 01.01.1948, Síða 33

Dvöl - 01.01.1948, Síða 33
DVÖL 31 — Alveg raunverulega stjörnu, — viltu sjá! Harry tók vi'ð henni. Hann velti henni í hendi sér og leit á seðilinn. Síðan rak hann upp skellihlátur, sem kom ísköldu vatni til að renna millum skinns og hörunds á Snecky. — Þetta er nú ekki annað en slípað gler, Snecky minn. — Þetta er raunveruleg stjarna segi ég. — í guðs bænum hættu, vinur. Þetta er ekki annað en glerkúla með sexpence-verðmiða. Snecky hrifsaði hana úr hönd- um hans. Fáðu mér hana, þú vilt hvort sem er ekki gera annað en grín að mér. Og hann beið ekki eftir svari frá Harry. — Kreistandi stjörnu- djásnið svo fast í lófann, að rend- ur þess skárust inn í hörund hans, hljóp hann eins og fætur toguðu eftir fjölmörgum hliðargötum án þess að nema staðar fyrr en hann var kominn á Sánkti Georgs torg, þar sem allt var kyrrt. Þar klifr- aði hann upp á mannauðan bekk og fór að skæla, án þess þó að hafa nokkra minnstu ástæðu til þess. — Af hverju ertu að gráta, Snecky? Hann þurrkaði sér um augun uieð treyjuerminni sinni og leit upp. Hann lét sem hann væri að geispa. — Ég er alls ekki að gráta, Joe. Ég er bara orðinn syfjaður. Joe klifraði upp á bekkinn við hans. Hann var skólastrákur á aldur við hann. — Hvað ertu að gera hér, Snecky? — Æ, ég var bara að leita að ónýtum eldspýtum til þess að nota þær í ígulkerið, sem ég er að smíða heima. — Hefuröu fundið nokkra? — Ekki eina einustu . . . Það nota víst allir þessa kveikjara. Hann fann fyrir stjörnunni í vasa sínum, hvar hún lá. — Geturöu hugsað þér, hvað ég er með í vasanum, Joe? — Nei. — — Ég er með stjörnu, — ofan frá himninum. — Þú ert að plata. — Nei. — Sjáu bara! Hann tók leyndardóminn upp.

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.