Dvöl - 01.01.1948, Side 38

Dvöl - 01.01.1948, Side 38
36 DVÖL Þ Ú MÁTTUGA LÍF EFTIR HEDIN BRÚ Yfir byggðina flæðir sólskin og sunnanþeyr. Klukkurnar óma, og hópar fólks halda til kirkju, því að í dag fer fram útför. Barnskista stendur fyrir kór- dyrum, og lotin hjón sitja á innsta bekk og gráta höfugum tárum á gólfiö. Presturinn stígur í stólinn og mælir blíðum orðum: „Lífið er sorgarganga, dauðinn er stigi til himna. Það er gæzka Guðs, sem hefir lagt barnið í kistuna, sem við sjáum hér fyrir kórdyrum. Þegar börn deyja, er það af því, að Guð vill hlífa þeim við að saurgast i svaði lífsins og taka þau óspillt heim.“ „Þú ert óviti“, heldur presturinn áfram, „þú ferð niður í fjöru og grefur holu í sandinn. Svo kemur alda} jafnar allt aftur, og verk Hún var þreytuleg á svip, en börn- in störðu upp til hennar með ást og trúnaðartrausti. — Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Það getur verið erfitt að fylgja þessari einföldu bæn í erli lífsins. En það borgar sig — jafnvel þegar í þessu lífi. þitt er horfið. Þannig heldur guð- leysinginn, að sé um barnið í kist- unni: Alda dauðans hefur skolað sandinn, og 'eitt líf er þurrkað út. En við trúum því ekki, við trúum því, að Guð .. . . “ En maður situr á yzta bekk, hann er á öðru máli en prestur- inn. Hann telur, að á raunastundu haldi guðsmaðurinn og guðleys- leysinginn eitt og hið sama um líf og dauða. í vitund hjónanna á innsta bekknum eru það hin einu sannindi, að dauðinn hefur tekið barnið frá þeim. Þau hafa misst það, og því gráta þau höfugum tárum á gólfið. „Hver trúir á dauðann, þegar dauðinn stendur í dyrunum? Eng- inn!“ hugsar maðurinn á yzta bekknum. Þrír menn með svartar húfur lafandi út úr buxnavösunum rísa á fætur í kórnum og syngja. Þeir syngja um skilnaðarstundina, þeir syngja um hörpuslátt, gulltún og sólskin á himneskum engjum, um Jesúlambið, sem liggur á stöðli fyrir framan hásæti Guðs. Söng- urinn ómar mjúklega í kirkju- hvelfingunni — ómar í þessari hvelfingu, sem fúnar og tærist af ryði og möl. Hér inni ómar þessi

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.