Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 45
DVÖL
43
á eftir þeim. Er þau höfðu gengið
þar skamma stund, sá Mai hvar
Damian sat undir runnanum, og
hún ræskti sig og gaf honum
bendingu um að klifra upp í tré
eitt, sem svignaði undan þroskuð-
um ávöxtum. Þarna sat hann nú
falinn í limi eplatrésins, en Janú-
ar og Mai gengu um garðinn og
nutu góðviðrisins.
Dagurinn var bjartur og sólrik-
ur og himinninn fagurblár, og Plútó
og Proserpína drottning hans, á-
samt hirð sinni, höfðu einnig feng-
ið löngun til þess að njóta lífs-
ins í garðinum. Plútó settist í gras-
ið og sagði við drottningu sína:
— Heyrðu, kona góð. Á hverjum
einasta degi dregur konan mann-
inn á tálar. Líttu nú á þennan
unga skjaldsvein þarna upp i
trénu. Hann hefur í hyggju að
svíkja húsbónda sinn og tæla konu
hans. En ég hef í hyggju að gefa
hinum blinda riddara sjónina aft-
ur innan skamms, og ég ætla að
velja þá stund til þess, er kona
hans svíkur hann, svo að hann
megi sjá, hve hún fer illa að ráði
sínu.
— Já, já, ég veit það, sagði Pro-
serpína. — Viljir þú eitthvað, þá
viltu það. En í þess stað ætla ég
að sjá um, að hún hafi svar á
reiðum höndum, og hér eftir skulu
allar konur, sem staðnar eru að
verki í víngarði ástarinnar hafa
svar á reiðum höndum, Þær skulu
ætð hafa skýringu og afsakanir til
þess að slá vopnin úr höndum
þeirra^ sem bera fram ákærur á
hendur þeim. Engin kona skal
nokkru sinni deyja orðlaus.
Janúar og Mai gengu fram og
aítur um garðinn, og svo að síð-
ustu voru þau stödd undir hinu
stóra eplatré, þar sem Damían sat
falinn í hinu græna laufi.
Mai andvarpaði og sagði: — Ó
vinur minn, ég má til með að fá
nokkur epli af trénu. Annars dey
ég, því að löngun mín í þau er
svo sterk. Ég cegi þér það alveg
satt, að kona á mínum aldri og
líkt á sig komin getur þjáðst svo
af löngun í ávöxt, að hún deyi,
ef hún fær hann ekki.
— Hver skollinn, sagði Janúar.
— Ég vildi að ég hefði þjón hér til
þess að klifra eftir eplunum fyrir
þig. Ó. aumur ég, blindur og ves-
all!
— Það kemur ekki að sök, sagði
hún. — Ef þú vilt standa hérna
upp við tré, þá get ég stigið á axlir
þínar og komizt upp í tréð.
Hann beygði sig, og hún steig
upp á bak hans, náði í grein og
komst upp í tréð. Damían beið ekki
boðanna og lyfti þegar upp kjól-
faldi hennar.
En þegar Plútó sá, hvað var að
gerast, gaf hann Janúar sjónina
aftur. Fyrst í stað varð Janúar að-
eins mjög glaður, en þar sem
hann hafði konu sína oftast í huga,
varð honum litið upp í tréð og sá
hvað Damían hafðist þar að, og