Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 45

Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 45
DVÖL 43 á eftir þeim. Er þau höfðu gengið þar skamma stund, sá Mai hvar Damian sat undir runnanum, og hún ræskti sig og gaf honum bendingu um að klifra upp í tré eitt, sem svignaði undan þroskuð- um ávöxtum. Þarna sat hann nú falinn í limi eplatrésins, en Janú- ar og Mai gengu um garðinn og nutu góðviðrisins. Dagurinn var bjartur og sólrik- ur og himinninn fagurblár, og Plútó og Proserpína drottning hans, á- samt hirð sinni, höfðu einnig feng- ið löngun til þess að njóta lífs- ins í garðinum. Plútó settist í gras- ið og sagði við drottningu sína: — Heyrðu, kona góð. Á hverjum einasta degi dregur konan mann- inn á tálar. Líttu nú á þennan unga skjaldsvein þarna upp i trénu. Hann hefur í hyggju að svíkja húsbónda sinn og tæla konu hans. En ég hef í hyggju að gefa hinum blinda riddara sjónina aft- ur innan skamms, og ég ætla að velja þá stund til þess, er kona hans svíkur hann, svo að hann megi sjá, hve hún fer illa að ráði sínu. — Já, já, ég veit það, sagði Pro- serpína. — Viljir þú eitthvað, þá viltu það. En í þess stað ætla ég að sjá um, að hún hafi svar á reiðum höndum, og hér eftir skulu allar konur, sem staðnar eru að verki í víngarði ástarinnar hafa svar á reiðum höndum, Þær skulu ætð hafa skýringu og afsakanir til þess að slá vopnin úr höndum þeirra^ sem bera fram ákærur á hendur þeim. Engin kona skal nokkru sinni deyja orðlaus. Janúar og Mai gengu fram og aítur um garðinn, og svo að síð- ustu voru þau stödd undir hinu stóra eplatré, þar sem Damían sat falinn í hinu græna laufi. Mai andvarpaði og sagði: — Ó vinur minn, ég má til með að fá nokkur epli af trénu. Annars dey ég, því að löngun mín í þau er svo sterk. Ég cegi þér það alveg satt, að kona á mínum aldri og líkt á sig komin getur þjáðst svo af löngun í ávöxt, að hún deyi, ef hún fær hann ekki. — Hver skollinn, sagði Janúar. — Ég vildi að ég hefði þjón hér til þess að klifra eftir eplunum fyrir þig. Ó. aumur ég, blindur og ves- all! — Það kemur ekki að sök, sagði hún. — Ef þú vilt standa hérna upp við tré, þá get ég stigið á axlir þínar og komizt upp í tréð. Hann beygði sig, og hún steig upp á bak hans, náði í grein og komst upp í tréð. Damían beið ekki boðanna og lyfti þegar upp kjól- faldi hennar. En þegar Plútó sá, hvað var að gerast, gaf hann Janúar sjónina aftur. Fyrst í stað varð Janúar að- eins mjög glaður, en þar sem hann hafði konu sína oftast í huga, varð honum litið upp í tréð og sá hvað Damían hafðist þar að, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.