Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 50

Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 50
48 DVÖL in, blásturinn og bölvið, róðu, Bergur! róðu djöfuil! róðu andskoti! Þaö' var eitt sinn a'ð vori til. að ó- venjulega mikill fiskur var úti fyrir Eyr- arbakka, og formenn fengu seilaðan afla, Guðmundur á Háeyri sem aðrir; Beagur var skilinn eftir í landi til að sjá um aflann. En svo slysalega vildi til, að Bergur missti út seilarnar er hann var að sinna þörfum líkamans. Þegar svo var komið ærðist karl mjög, og sagðist skera af sér einn liminn, því hann yrði skorinn þegar Guðmundur kæmi í land. Einhverjir báðu Bergi griða, svo hann varð ekki að sæta meiðingum fyrir slysnina. Guðrún. systir Bergs, var lík honum um margt. Hún giftist Jóni Ólafssyni sem bjó í Nethömrum í Ölfusi. Þegar Jón bað Guðrúnar, átti hún að hafa svarað: Það er alveg velkomið, hver sem það nefnir. Þegar þau Jón höfðu slitið talinu, gekk Guðrún inn í bæ ti lHelgu mágkonu sinnar, en hún var þá í vist hjá þeim, og sagði: Nú máttu fara að hætta að skammta mér, Helga mín, því nú kom sá sem reglulega fór til mín. Samfarir þeirra Jóns og Guðrúnar voru góðar, og þó hún væri spaugileg í mörgu var hún mæt kona um alla hluti. Sama var að segja um Berg, hann var nýtur þegn og orðlagður greiðamaður. í Kaldaðarnesi var vinnumaður er Jóc iiét, og var kallaður andskoti af þvi hvað hann var blótsamur. Ekki var Jón neinn vitmaður, og því síður kona hans. Eitt sinn spurði kerling Jón sinn: Hvar er Noregur hér á landi, Jón minn, er hann fyrir norðan Ekki taldi Jón Noreg vera þar, heldur lengst út í sjó. í annað sinn var kerlingin að velta fyrir sér, hvað ísland væri stórt, hugði hún það ekki meira en Flóann, Ölfusið og uppsveit- irnar. Jón sagði að það væri miklu stærra, hún gleymdi suðurnesjunum og Rangár- vallasýslu. Frásögn Helga frá Þórustööum. „Sigga hefur bein í vasa sínum.“ Á Þóroddsstaö í Köldukinn var ein- hverju sinni kát og fjörug unglingsstúlka, er hét Sigríður. Dag einn fann hún lítið' manrisbein úti í kirkjugarðinum, stakk því í pilsvasa sinn og sagð'i: „Nú læt ég pilsið mitt undir koddann í rúminu mínu í kvöld og þá er ég illa svikin, ef mig dreymir ekki eitthvað' skemmtilegt.“ En Sigga svaf eins og selur og dreymdi ekkert. Aftur á móti dreymdi konuna á Þóroddsstað, húsmóður Siggu, að til hennar kæmi unglingsstúlka og segði, fremur raunalega: „Sigga hefur bein í vasa sínum, Sigga hefur bein í vasa sín- um!“ Hún vaknaði, en áleit drauminn eins og hverja aðra markleysu og sofnað'i aftm-. En hún var ekki fyrr búin aö' festa blund en sama stúlkan kemur til hennar og segir sem fyrr: „Sigga hefur bein í vasa sínum,“ endurtekur hún þetta og ákafar en fyrra skiptið. Vaknar húsfreyja þá aftur og fer að' gefa draumnum gætur. Sofnar hún síðan, en samstundis er stúlk- an þar enn komin og segir nú bæði byrst og hrygg: „Sigga hefur bein í vasa sínum, Sigga hefur bein í vasa sínum." Hrekkur konan upp og finnst hún sjá svip stúlkunnar hverfa út úr herberginu. Daginn eftir segir húsfreyja draum sinn og biður Siggu að segja sér, hvort hún hafi ekki fundið bein í kirkjugarðinum og látið í vasa sinn. Þrætti Sigga fyrst, en um síðir játar hún fyrir húsmóður sinni, að hún hafi tekiö beinið og sé enn með það í pilsvasanum. Skipaði kon- an henni aö fara þegar með það út í kirkjugarð og grafa það í mold. Hlaut Sigga að gegna skipun hennar og varð enginn var stúlkunnar eftir það. Eftir frásögn jrú Guðnýjar HelgacLóttur jrá Haganesi í Mývatnssveit).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.