Dvöl - 01.01.1948, Qupperneq 55

Dvöl - 01.01.1948, Qupperneq 55
DVÖL 53 svo við stóðum við borðið, skröfuðum um íþróttir, markaðshorfur og ævintýri, sem við höfðum komizt í eða þóttumst hafa komizt í — venjulegt iðjuleysisskraf. Við og við keyptum við okkur í glösin. Senni- lega höfum við staðið þarna í eina tvo tíma. Alex sagðist vera að fara heim og mér datt sama í hug. Áhöfn skurðgröfunnar tíndist úr, því þeir áttu að hefja vinnu á miðnætti. Hurðin opnaðist hljóðlaust og Bjarnar-Jói læddist inn. Hann sveiflaöi löngum handleggjunum, lubbalegt höfuðið gekk fram og aftur og hann brosti bjánalega. Snubbóttir fætur hans stigu mjúklega eins og katt- arfætur. „Viský,“ skríkti hann. Enginn skipti sér af honum. Svo lagðist hann á magann, eins og þegar hann lék mig. Sönglandi orð með nefhljóði heyrðust, — kínverska, hugsaði ég. Svo voru sömu orðin endurtekin með annarri röddu, hægar og án nefhljóðs. Bjarnar-Jói lyfti loðnum hausnum og sagði. „Viský?“ Hann stóð léttilega á fætur. Forvitni mín var vakin, mig langaði að sjá listir hans. Ég lét pening á borðið. Jói svolgraði drykkinn. Andataki síðar iðraðist ég þessa. Ég þorði ekki að líta á Alex. Jói skreið út á mitt gólf og líkti eftir því, er hann hleraði við glugga. Köld rödd Emalín sagði. „Hún er hérna inni, læknir." Ég lokaði aug- unum, svo ég sæi ekki Jóa og gleiymdi honum þegar. Það var Emalín Hawkins, sem hafði talað. Rödd læknisins hafði ég heyrt á veginum og nákvæmlega sú sama rödd svaraði. „Nú — þú sagðir yfirlið." „Já, læknir.“ Ofurlítil þögn, svo rödd læknisins á ný, mjög blíðleg. „Hvers vegna gerði hún það, Emalin?“ „Hvers vegna gerði hún hvað?“ Spurningin var líkust hótun. „Ég er læknir þinn, Emalín. Ég var læknir föður þíns. Þú verður að trúa mér fyrir ýmsu. Heldurðu að ég hafi aldrei áður séð svona far á hálsinum? Hvað var hún búin að hanga lengi, áður en þú náðir henni niður?“ Nú varð lengri þögn. Kuldinn hvarf úr rödd konunnar, hún var næst- um hvíslindi. „Tvær eða þrjár mínútur.“ Nær hún sér aftur, læknir?“ „Sussu já, hún lifnar við. Hún er ekki mikið meidd. Hvers vegna gerði hún þetta?“ Röddin sem svaraði var enn kaldari en í fyrstu. ísköld. „Ég veit ekki, herra læknir.“ „Þú átt við, þú villt ekki segja mér það?“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.