Dvöl - 01.01.1948, Qupperneq 63

Dvöl - 01.01.1948, Qupperneq 63
DVÖL 61 Drýgðar dáðir. Vísindamenn allra alda. Frásagnir um 21 vísindamann. Útg. Draupnisútgáfan 1947. Með þessari bók hefur Draupnisútgáfan hafið útgáfu á bókaflokki, sem hún ætlar islenzku æskufólki. Nefnir hún þennan flokk Drýgðar dáðir. f flokknum eiga að vera bækur, sem fjalla um hvers konar afrek, íþróttir og ævintýri. Verða þar einnig frásagnir af mönnum, er fórnuðu lífi sínu til þess að lyfta mannkyninu tii meiri þroska og menningar, og gáfu æsk- unni góð eftirdæmi. Gert er ráð fyrir, að bækurnar verði bæði frumsamdar og þýddar. Þessi fyrsta bók flokksins, Vísindamenn aiira alda, er tekin saman af þrem stúd- entum, þeim Geir Hallgrímssyni, Jóni P. Emils og Gunnari Helgasyni. Fjallar hún í stuttu máli um líf og afrek 21 vís- indamanns allt frá Pythagorasi til Ein- steins. Fylgja myndir flestum frásögnun- um. Allir hafa þeir menn, sem þarna er getið, getið sér ódauðlegan orðstír og gefið mannkyninu þær gjafir, sem aldrei verða fullþakkaðar. Þessar frásagnir eru liprar og léttar og lýsa lífi þessara manna í Ijósi einstakra og mikilvægra atburða í lífi þeirra. Þetta er hin skemmtilegasta bók fyrir aldna sem unga, en hefir jafn- framt að geyma mikinn og gagnlegan fróðleik fyrir þá, sem landið eiga að erfa. Á skákborði örlaganna. Skáldsaga eftir Hans Martin. Útg. Draupnisútgáfan 1947. Þetta er allstór skáldsaga eftir hol- lenzka rithöfundinn Hans Martin. Hún gerist í Hollandi milli heimsstyrjaldanna og lýsir fjölskyldulífi efnaðs manns, sem missir allar eigur sínar, en tekst með manndómi og karlmennsku að bjarga heimili sínu og gera börn sín að nýtu fólki, þótt munaðarsýki hóglífisáranna ógnaði Ufi þeirra, og væri nærri búin að gera þau að mannleysum. Þetta er hug- þekk og skemmtileg skáldsaga, atburða- hröð og mannleg, þótt ekki sé hún til- þrifamikill skáldskapur. Jón Helgason blaðamaður hefir þýtt bókina á lipurt og viðfelldið mál. Húsfreyjan á BessastöSum. Bréf Ingibjargar Jónsdóttur til bróður síns Gríms amtmanns. — Finnur Sigmundsson bjó til prentunar. — Hlaðbúð, Reykjavík 1946. — Prent- smiðjan Hólar li.j. Ingibjörg var gift Þorgrimi gullsmiö Tómassyni, og voru þau foreldrar þjóö- skáldsins Gríms Thomsen, svo sem al- kunna er. Þorgrímur var maöur þjóð- kunnur, enda alþingismaður um skeið,. og naut virðingar manna. Hann var hagsýnn maður og hygginn í fjármál- um og sá sér og sínum vel farborða. Ingibjörg var kona ólærð, en mikilhæf og skapföst. Varð hún margt að reyna um dagana og átti á bak að sjá hverjum vandamanni sínum og ástvini eftir annan, en lætur aldrei bugast. — Bréf Ingibjargar ná yfir 40 ára skeið, eða árabilið 1809—1848. Þegar hún skrifar fyrsta bréfið, er hún ung stúlka, sem þjónar á búi Ólafs stiptamtmanns í Við- ey. Og 65 ára að aldri skrifar hún síð- asta bréfið til bróður síns, sem lézt fáum vikum síðar. Þessi bréf eru að verulegu leyti saga Ingibjargar um 40 ára skeiö. Og þó að þar kunni að þykja drepið á sitthvað lítilvægt, er þar þó að finna harla nota- drjúgan og geðþekkan fróðleik um sam- tíð bréfritarans, þjóðlíf og hugsunarhátt á þeim tíma. Og víst munu þessi bréf ekki þykja ómerk heimild um uppruna og erfðir Grims Thomsens. Ekki mun þykja minnst um það vert,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.