Dvöl - 01.01.1948, Side 37
DVÖL
35
verið gefin um að hreinsa pípuna,
er hún stíflaðist, hafði hún misst
kjarkinn og gert það ófyrirgefan-
lega glappaskot að hlaupa burt í
hræðslu. feegar ég kom inn í
sjúkrastofuna, var drengurinn
þegar dáinn, og allar lífgunartil-
raunir reyndust árangurslausar.
Hugsunin um þessi miklu mistök
fékk mjög á mig, og þar að auki
fannst mér það óbærilegt, að
árangurinn af uppskurðinum, er
ég hafði gert af mikilli vandvirkni,
skyldi gerður að engu með ófyrir-
gefanlegu fljótræði. Reiði min átti
sér engin takmörk. Auðvitað varð
ég að losa mig við afbrotamann-
inn. Ég varð að skrifa kæru til við-
komandi heilbrigðisyfirvalda, svo
að stúlkunni yrði vikið frá starfi
sinu, og þeirri köllun, er hún hafði
ætlað að gegna í lífinu.
Um kvöldið deif ég penna mín-
'um í blek og skrifaði kæru á
hendur henni, og hlaut sú kæra
að leiða til brottreksturs. Síðan
kallaði ég á stúlkuna og las kær-
una fyrir henni með heilagri
vandlætingu.
Hún hlustaði á mig án þess að
mæla orð frá vörum. Hún var
bóndadóttir frá Wales, 19 ára göm-
ul, stirðleg í hreyfingum og feimn-
isleg á svip. Hún virtist blóðlítil og
vannærð og komin að því að falla
í yfirlið af skömm og örvæntingu.
En hún gerði enga minnstu til-
raun til þess að afsaka breytni
sína. Hún hefði þó getað sagt, að
hún hefði verið úrvinda af þreytu,
því að það var satt. Þetta gerði mig
enn reiðari, og ég hreytti út úr
mér: — Hafið þér enga afsökun
fram að bera, eða hvað?
Hún hristi höfuðið og sagði ekk-
ert, en eftir nokkra stund stamaði
hún: — Lofið mér að reyna aftur,
Þetta hafði mér alls ekki dottið í
hug, aö hún mundi segja. Eina
hugsuzr .mín hafði verið sú, að
láta hana játa yfirsjón sína og
iðrast hennar. Ég horfði þegjandi
á hana, en svo skrifaði ég undir
kæruna og innsiglaði bréfið.
En alla nóttina sóttu þessi orð
að mér: — Lofið mér að reyna aft-
ur. Þetta bergmálaöi sífellt í huga
mínum, hvíslaði að mér, að rétt-
vísi mín, og þar með öll mannleg
réttvísi, væri ekki annað en frum-
stæð hefnigirni Ég var sjálfum
mér reiður og reyndi að telja mér
trú um, að það væri ég sjálfur,
sem væri fífl.
En um morguninn reif ég á-
kærubréf mitt í tætlur.
Þetta skeði fyrir tuttugu árum
síðan. Nú er hjúkrunarneminn,
sem gerði sig sekan um þetta af-
brot, forstöðukona fyrir stærsta
barnaheimilinu í Wales. Hún hefir
algerlega helgað sig köllun sinni og
gengið að starfi sínu með undra-
verðu þreki og skyldurækni. Það
er ekki langt síðan ég sá í þlað(i
einu mynd af miðaldra konu í
hjúkrunarkonubúningi. Hún var
umkringd börnum í loftvarnabyrgi.