Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 61

Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 61
D VÖL 59 Jón Gerreksson. — Skáldsaga eft- ir Jón Björnsson. Helgafel1. Reykja- vík 1947. — Jón Gerreksson. — Með skáldsögunni Jóni Gerrekssyni bætist einn við í hóp sögulegra rómana okkar. Hér er urn að ræða allmikið verk, og ég leyfi mér aö segja athyglisvert, án þess að hugsa mig um það tvisvar: ævisaga Jóhannes Ger- echinii, einkum þau árin, sem hann var biskup í Skálholti og nefndur Jón Ger- reksson. f inngangi af sögunni er skýrt frá ferli ævintýramanns þessa í aöaldráttum þar til hann kom í Skál- holt, en síðan tekur sjálf sagan við. Fer- ill hans var ærið merkilegur, og er ekki ætlun mín að fara rekja hann hér; mað- urinn er flestum íslendingum að ein- hverju kunnur, og munu endalok hans vera minnisstæðust flestum, en þau voru, aö hann var eftir harða aðför andstæð- inga hans í landinu, settur í poka og sökkt í Brúará. Þannig endaði hans herradómur, og er margt ómerkilegra efni tekið fyrir í skáldsögu, heldur en ti'drögin og orsakirnar fyrir slíkum enda- lokum eins drottins þjóns. Þegar ég las bókina þótti mér vænt um það, hversu höf. gerir sér far um að færa Skálholtsbiskupi hlutina á betra veg en flestir hafa gert, sem skrifað hafa um hann fram til þessa. Ráðsmaður Jóns Gerrekssonar, Magnús nokkur, þýlyndur við húsbóndann og þó beggja handa járn, fer með hlutverk „hins illa“ í sögunni. Hann á yfir að segja sveinum biskups og hefur þá í að gera húsrán og fremja víg, jmist í biskupsins nafni eða í einskis nafni, snýr þarmeð öllum landslýð að lokum gegn Jóni Gerrekssyni, sem hvorki þorir að losa sig við þennan miður heppi- lega þénara guðs og manna né heldur treystir íslendingum til lengdar, snýst hins vegar gegn þcim æ meir og meir eftir að ráðsmaðurinn hefur gert allt sitt til að breikka bilið millum biskups og landsmanna. Lýsingin á Jóni Gerrekssyni er á þann veg, að manni er persónan minnisstæð. Maður sér hann glögglega fyrir sér sög- una í gegn, aht frá því að hann, öllum ókunnugur og sem grunandi ókomna at- burði, segir við sjálfan sig einn í kirkj- unni: „Héðan af verð ég að vera sterkur,“ og þar til hann á úrslitastund lyftir handleggnum og hrópar skjálfandi röddu: „Þér skuluö verða bannfærður. Yður skal bannað allt samneyti við kristna menn, og þér skuluð verða bölvaðir . . . . og þið munuð rotna . . . .“ Sá hluti bókarinnar, sem mér finnst beztur, er tvímælalaust 16. kaflinn, frá- sögnin af flótta Margrétar, húsfreyjunn- ar á Kirkjubóli, eftir að bær hennar hef- ur verið brenndur og eiginmaðurinn myrtur. Fásagnarblær höf. er þó yfirleitt þann- ig á bókinni, að ég vil ekki telja hann listrænan. Allvíða er stíllinn á þann veg, að hann minnir um of á ritgerð. Þetta er e. t. v. freistandi þar, sem efnið er jafn sögulegt og mikið farið eftir heim- ildum. Samtöl eru þó víðast hvar lifandi, jafnvel um of nútímaleg á stöku stað. Notkun ákveðins greinis í byrjun setn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.