Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 51

Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 51
DVÖL 49 Framhaldssaga: BJARNAR-JÓI Eftir John Steinbeck NIÐURLAG Tveir gestanna réttu þegjandi fram skildinga. Feiti-Karl í'yllti tvö glös, og þegar Bjarnar-Jói slokaöi úr þeim hvoru á fætur ööru, hellti hann í þriöja glasiö. Þá sáu aliir, hve þetta hafði fengið' á hann. Gefins staup voru ekki daglegur viöbur'öur í Buffalóvínstofunni. Bjarnar-Jói brosti út í loftið og læddist svo út. Hurðin féll hægt og hljóölaust aftur á eftir honum. Samræður hófust ekki aftur. Hver og einn virtist glíma við vanda- mál meö sjálfum sér. Þeir reittust út, einn og einn, og huröin sveiflaði inn smá þokuhnoðrum. Alex stóð upp og fór, og ég á eftir. Daunill þokan gerði næturmyrkriö ógeðslegt. Þokan virtist leggjast aö húsunum og teygja arma til himins. Ég greikkaði sporiö og náði Alex. „Hvað var þetta,“ spurði ég, „hvað er um að vera?“ Um stund hélt ég hann ætlaði ekki að svara mér. En svo stanzaði hann og og sneri sér að mér. „Fjandinn hirði það. Sjáðu. Hver staður verður að eiga sinn aðal, fjölskyldu, sem hafin er yfir grunsemdir. Emalín og Amý Hawkins eru okkar aðall, ógiftar systur, góöar konur. Faðir þeirra var þingmaður. Mér líkar þetta ekki. Bjarnar-Jói ætti ekki aö gera þetta. Þær, sem gefa honum mat! Menn ættu ekki að láta hann fá viský. Nú verður hann alltaf á vakki kringum húsið þeirra, fyrst hann veit, að hann getur fengið viský fyrir það.“ Ég spurði: „Eru þær skyldar þér?“ „Nei, en þær eru — ja, þær eru ööruvísi en annaö fólk. Þær eiga næstu jörð við mína og leigja Kínverjum hana í skákum. Sjáðu til — það er erfitt að útskýra. Hawkinssystrurnar eru tákn. Við bendum börnum okkar á þær, þegar við viljum — ja — lýsa góðu fólki. „En,“ sagði ég, „ekkert, sem Bjarnar-Jói sagði, getur verið þeim til miska.“ „Ég veit ekki. Ég veit ekki hvaö það þýðir. Ég meina — eiginlega veit ég-----. Æ, farðu í bælið. Ég er bíllaus og ætla gangandi heim.“ Hann sneri við og flýtti sér út í ólgandi þokumistrið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.