Dvöl - 01.01.1948, Side 51

Dvöl - 01.01.1948, Side 51
DVÖL 49 Framhaldssaga: BJARNAR-JÓI Eftir John Steinbeck NIÐURLAG Tveir gestanna réttu þegjandi fram skildinga. Feiti-Karl í'yllti tvö glös, og þegar Bjarnar-Jói slokaöi úr þeim hvoru á fætur ööru, hellti hann í þriöja glasiö. Þá sáu aliir, hve þetta hafði fengið' á hann. Gefins staup voru ekki daglegur viöbur'öur í Buffalóvínstofunni. Bjarnar-Jói brosti út í loftið og læddist svo út. Hurðin féll hægt og hljóölaust aftur á eftir honum. Samræður hófust ekki aftur. Hver og einn virtist glíma við vanda- mál meö sjálfum sér. Þeir reittust út, einn og einn, og huröin sveiflaði inn smá þokuhnoðrum. Alex stóð upp og fór, og ég á eftir. Daunill þokan gerði næturmyrkriö ógeðslegt. Þokan virtist leggjast aö húsunum og teygja arma til himins. Ég greikkaði sporiö og náði Alex. „Hvað var þetta,“ spurði ég, „hvað er um að vera?“ Um stund hélt ég hann ætlaði ekki að svara mér. En svo stanzaði hann og og sneri sér að mér. „Fjandinn hirði það. Sjáðu. Hver staður verður að eiga sinn aðal, fjölskyldu, sem hafin er yfir grunsemdir. Emalín og Amý Hawkins eru okkar aðall, ógiftar systur, góöar konur. Faðir þeirra var þingmaður. Mér líkar þetta ekki. Bjarnar-Jói ætti ekki aö gera þetta. Þær, sem gefa honum mat! Menn ættu ekki að láta hann fá viský. Nú verður hann alltaf á vakki kringum húsið þeirra, fyrst hann veit, að hann getur fengið viský fyrir það.“ Ég spurði: „Eru þær skyldar þér?“ „Nei, en þær eru — ja, þær eru ööruvísi en annaö fólk. Þær eiga næstu jörð við mína og leigja Kínverjum hana í skákum. Sjáðu til — það er erfitt að útskýra. Hawkinssystrurnar eru tákn. Við bendum börnum okkar á þær, þegar við viljum — ja — lýsa góðu fólki. „En,“ sagði ég, „ekkert, sem Bjarnar-Jói sagði, getur verið þeim til miska.“ „Ég veit ekki. Ég veit ekki hvaö það þýðir. Ég meina — eiginlega veit ég-----. Æ, farðu í bælið. Ég er bíllaus og ætla gangandi heim.“ Hann sneri við og flýtti sér út í ólgandi þokumistrið.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.