Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 21
DVÖL
19
---------------------------------------------•.................................N,
Dvöl birtir nú sögu eftir þann höfund, er hlaut bókmenntaverðlaun Nobels
árið 1946, en það er þýzk-svissneski rithöfundurinn Hermann Hesse. Hann er
fæddur 2. júli 1877 í Wittemberg í Þýzkalandi, en var þó ekki af þýzku foreldri.
Porsjármenn Hesse vi!du gera úr honum borgaralegan embættismann — helzt
prest, en hann tók því fjarri og lagði fyrst stund á vélfræðinám, en hvarf síðan
frá því og gerðist bóksali í Basel og Thúringen. Hann hneigðist þó snemma að'
1 bókmenntaiðkunum og las mjög
mikið framan af árum. Árið
1912 fluttist hann til Sviss og
hefur búið þar síðan. Hesse er
nú sjötugur að aldri og býr
einn sér við' Boden-vatn. Hesse
hefur löngum verið' fylgjandi
hinni svokölluð'u aðhneigingar-
kenningu. Hann álítur, að það
sé raunar ekki svo mikill munur
á skoð'unum manna í heimin-
um. þrátt fyrir stríðandi stefn-
ur. Þegar dægurfroðan er blás-
in af og aldir renna, eru hinir
andstæðu oft staddir við einn
og sama brunn, og menn eru
oftast að leita að sömu lífs-
sannindum, hvort sem þau eru
sótt i sjóð Lao Tse, Sókratesar,
Buddha eða Krists. En maður-
inn á ekki að elta ytri lífsgæði,
aðeins keppa að því að eignast
hreinan og vakandi hug, prútt
hjarta, þolgæöi og vit, því að
Hermann Hesse. Þá getUr hann lifaö jafnt við
hamingju og harm, stríð og
frið. Og Hesse segir: „í ljósi þessa lifsvið'horfs þurrkast öll landamæri út og
allar hömlur falla milli kynflokka og þjóða, ríkra og fátækra, stefna og flokka.
Hver blettur jarðarinnar verður heimili vort, og hver maður jafningi vor og
bróðir." Þetta er hans lífsskoðun, og hann hefur túlkað hana i verkum sínum
aí skáldlegu innsæi og ljóðrænni formfegurð'.
Fyrsta bók Hesse, Romantische Lieder, kom út árið 1898, en þó náð'i hann
ekki viðurkenningu sem gildur rithöfundur fyrr en með skáldsögunni Peter
Gamenzind, sem kom út árið 1904. í þeirri bók hefur höfundurinn sjálfan sig í
huga að verulegu leyti og fjallar þar um erfiðleika ung’ings í umsjá þröng-
sýnna i'orsjármanna. Síð'ar hefur Hesse ritað nokkrar skáldsögur og allmargar
smásögur, sem flestar eru dulræð’ar og ljóðrænar. Hann hefur einnig ort ljóð,
og hefur Magnús Ásgeirsson þýtt eftir hann a. m. k. eitt kvæði.