Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 60
58
D V Ö Tj
Nú er nóg komið af svo góðu.“ Hafi hann búizt við andmælum, varð
hann vonsvikinn. Ég sá menn hneigja höfuð sín samþykkjandi.
„Viský handa Jóa?“
Alex sneri sér að hálfvitanum. „Þú ættir að skammast þín. Miss
Amý gaf þér mat og öll þau föt, sem þú hefur eignazt."
Jói brosti. „Viský.“
Svo hóf hann listir sínar. Ég heyrði sönglandi tungumálið með nef-
l'iljóðinu, sem líktist kínversku. Alex virtist létta.
Og svo hin röddin, hægt og hikandi endurtók hún orðin, án nef-
hljóðsins.
Alex spratt svo skyndilega á fætur, að ég vissi ekki fyrr en hneíi
hans small á vörum Bjarnar-Jóa. „Ég sagði þér að hætta,“ æpti hann.
Bjarnar-Jói náði aftur jafnvæginu. Varir hans voru sprungnar og
blæddi úr, en bros lék um þær. Hann hreyfði sig hægt og við-
bragðalaust. Handleggir hans vöfðust um Alex eins og fálmangar á
kolkrabba. Alex sveigðist aftur fyrir sig. Þá stökk ég á fætur, þreif um
annan handlegginn, streittist við, en gat ekki haggað honum. Feiti
Karl velti sér yfir borðið með járnrör í hendinni. Hann lamdi lubba-
legan hausinn, þar til tak handleggjanna linaðist og Bjarnar-Jói lipp-
aðist niður. Ég greip Alex og hjálpaði honum til sætis. „Ertu meiddur?“
„Ég hef sennilega tognað í bakinu,“ sagði hann. „Mér batnar.“
„Hefurðu bílinn? Ég skal aka þér heim.“
Hvorugur okkar leit á Hawkinshúsið þegar við fórum þar fram hjá.
Ég kom Alex heim til sín, hjálpaði honum í rúmið og hellti í hann
heitri vínblöndu. Hann hafði ekki mælt orð á heimleiðinni. En þegar
hann var kominn í rúmið, spurði hann. „Heldurðu nokkur hafi tekiö
eftir því? Ég þaggaði nógu snemma niður í honum, var það ekki?“
„Um hvað ertu að tala? Ég veit ekki enn hvers vegna þú slóst hann.“
„Hlustaðu þá,“ sagði hann. „Ég verð að halda kyrru fyrir fyrst um
sinn vegna hryggjarins á mér. Ef þú heyrir eitthvert þvaður, þagg-
aðu það niður. Mundu mig um það.“
„Ég veit ekki um hvað þú ert að tala.“
Hann horfði í augu mín um stund. „Ég vona ég geti treyst þér,“ sagði
hann. „Seinni röddin — var miss Amý.“