Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 25

Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 25
DVÖL 23 EILÍF ÁST Eftir Ben Arnes Williams Himinninn var bjartur og heið- ur, og veröldin fögur og skínandi. Þau flugu í fimmtcjn hundruö metra hæð og sáu yfir víða, öld- ótta sléttu, og í vestri reis blár fjaflahringurinn. Þau ætluðu að f’júga yfir hann á morgun. Hann leit á hana og hló. — Pinnst þér þetta gaman? spurði hann. — Ég elska það, svaraði hún. — Elskarðu ekkert annað? spurði hann. — Ég elska þig, svaraði hún, og hlýr bjarmi sást í augum hennar. Þau höfðu aðeins verið gift í þrjá daga og voru ekki enn þá hætt að dásama það,- hve manneskjur geta verið hamingjusamar saman. — Mig langar mest til þess að syngja og dansa, sagði hann. Ég vil sveifla mér til og svífa — svona, líttu á. Hann lækkaði flúgið lítið eitt til þess að auka hraðann og tók svo mjúka og fagra sveiflu. Flugvélin og hann virtust sem ein heild, og hún smó loftið í hring- um eins og örn. Allt í einu hall- aðist flugvélin ískyggilega mikið. Hún sá hann taka svo fast á stýrinu^ að húnarnir hvítnuðu, og varir hans herptust og fölnuðu. — Hæðarstýrið er ekki í lagi, sagði hann hásum rómi. Það er eitthvað að. Flugvélin seig niður á við, hægt en jafnt. — Seztu í aftursætið, sagði hann. Hún hlýddi, og hann færði sig líka svo aftarlega í sætinu, sem hann gat, til þess að þyngja vélina að aftan. Honum heppnaðist að rétta vélina við til muna, en þá voru þau komin niður undir jörð. Hún snerti handlegg hans. — Þetta gerir ekkert til, vinur minn, sagði hún. — Ekkert gerir til, meðan við erum saman. — En við höfum aðeins fengið að iifa saman í þrjá daga, mótmælti hann hásum rómi. — Já, en við eigum eftir að lifa saman alla eilífðina, sagði hún. Síðan stakkst flugvélin á nefið .. Hún sá andlit með alltof mörg- um augum beygja sig yfir hana. — Hvar er hann? hvíslaði hún. — Ég vil hafa hann hjá mér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.