Dvöl - 01.01.1948, Qupperneq 36
34
DVÖL,
Reynslan er dýrmæt, en aðeins
þeim, sem geta lært af henni.
Leyfið mér að reyna aftur
EFTIR A. J. CRONIN
Ég hafði verið alinn i^>p I anda
þeirrar misskunnarlausu lífsreglu,
að þegar maður gerði eitthvað
rangt, ætti að refsa manni fyrir
það. Þetta er kallað réttvísi.
Árið 1921, er ég var nýorðinn
læknir, var mér veitt yfirlæknis-
staðan við lítið farsóttarsj úkra-
hús í Norðymbralandi. Vetrar-
kvöld eitt, skömmu eftir komu
mína þangað, var komið með langt
leiddan barnaveikisjúkling til okk-
ar. Það var lítill drengur, sex ára
gamall. Barki hans var því sem
næst lokaður og eina leiðin til þess
að bjarga lífi hans var að gera á
honum barkaskurð.
Ég var þá mjög óreyndur í starfi
mínu, og hafði ekki fyrr gefizt
tækifæri til þess að gera slíkan
uppskurð sem er afar auðveldur í
sjálfu sér, en þó geysilega þýðing-
armikið að hann takist vel. Þegar
ég stóð í eyðilegri skurðstofunni og
horfði á gömlu og reyndu hjúkrun-
arkonuna leggja barnið á skurðar-
borðið með hjálp ungrar stúlku —
hjúkrunarnema —, þá fann ég til
svo mikils óstyrks, að ég skalf 1
knjáliðunum.
Svo hóf ég uppskurðinn. Pyrst
skar ég með skjálfandi höndum
grunnan skurð í háls barnsins. En
eftir því sem lengra leið, varð ég
öruggari, og löngun mín til þess
að bjarga þessu hálfks^fða barni
aftur til lífsins, varð öllu yfir-
sterkari. Svo lá barkinn nakinn
fyrir augum mínum, sem blinduð-
ust svitanum af enni mér. Ég skar
í gegnum hann, og loftið þrengdi
sér inn í aðframkomin lungu
barnsins, og nýtt líf færðist í lík-
amann. Síðan stakk ég pípu inn í
barkann og saumaði sárið saman
umhverfis hana. Að skurðað-
gerðinni lokinni fór ég heim til
mín, hreykinn af þessu verki.
Pjórum klukkustundum seinna
— klukkan tvö um nóttina —
vaknaði ég við það, að hurð mín
var knúð með ósköpum. Þar var
hjúkrunarneminn — unga stúlkan,
sem hafSi aðstoðað við uppskurð-
inn — komin og stamaði frávita
af hræðslu: Læknir, læknir, þér
verðið að koma strax.
Hún hafði blundað á verði sín-
um yfir barninu, og þegar hún
vaknaði, hafði pípan í barkasárinu
verið stífl>i3. En í stað þess að
fylgja fyrirmælum, er henni höfðu