Dvöl - 01.01.1948, Qupperneq 56

Dvöl - 01.01.1948, Qupperneq 56
54 DVÖI „Ég á við það, sem ég hef sagt.“ Þá hélt rödd læknisins áfram, gaf fyrirsögn um meðferð, hvíld, mjólk og svolitið viský. „En umfram allt, farðu vel að henni,“ sagði hann. „Vertu fyrst og fremst góð við hana.“ Rödd Emalín skalf ofurlítið. „Þú segir — segir aldrei frá þessu, læknir?“ „Ég er læknir ykkar,“ sagði hann blíðlega. „Auðvitaö segi ég það engum. Ég skal senda svefnmeðal í kvöld.“ ' „Viský?“ Ég glennti upp augun. Þarna stóð þessi ógeðslega ófreskja, Bjarnar-Jói, og horfði brosandi í kringum sig. Allir voru þögulir, skömmustulegir. Feiti Karl horfði niður fyrir sig. Ég sneri mér afsakandi að Alex, því ég bar ábyrgðina í raun og veru. „Ég vissi ekki, að hann mundi gera þetta,“ sagði ég. „Fyrirgefðu.“ Ég fór út og heim í ömurlega herbergið hjá frú Ratz. Ég opnaði gluggann og horfði yfir ólgandi þokuslæðurnar. Langt úti í fenjunum heyrði ég að verið var að hita upp vélina. Skömmu seinna heyrði ég skröltið í stóru skóflunni, sem tók til við skurðgröftinn. Næsta morgun hlóðust óhöppin að okkur, eins og oft vill verða við stórframkvæmdir. Ein aðaltaugin í skóflunni slitnaöi þegar verið var að lyfta hlassi, svo skóflan datt niður á eitt flotholtið og sökkti því og vélinni á því í skurðinn. Svo þegar við sökktum lóði með vír í, til aö lyfta flotholtinu, hrökk vírinn sundur og klippti fæturna af ein- um verkámanninum. Við bundum um stúfana og sendum hann í skyndi til Salinas. Smáóhöppunum rigndi yfir. Einn maður fékk blóðeitrun út frá rispu eftir vír, og loks sannaðist, að tortryggni mín í garð mat- sveinsins, var ekki ástæðulaus, því hann reyndi að selja einum véla- manninum bauk með marijuana-eitri. Að öllu saman lögðu var harla ófriðlegt á flekanum. Tvær vikur liðu áður en við gátum hafizt handa á ný með nýtt flotholt, nýjan verkamann og nýjan matsvein. Nýi matsveinninn var slægðarlegur, dökkur yfirltium, lítill og lang- nefjaður, og skjallaði mennina kænlega. Samband mitt við félagslíf í Loma hafði rofnað, en þegar skóflan var farin að skrölta á ný og gamla vélin að skella, þá gekk ég kvöld eitt út að bæ Alex Hartnell. Um leið og ég fór fram hjá húsi Hawkins- systranna, gægðist ég inn um annað rimlahliðið á limgerðinu. Dimmt var í húsinu, nema lítil glæta í einum glugga. Þetta kvöld var hlý gola, sem feykti þokuhnoðrum eftir jörðinni. Um stund gekk ég í heiðskíru veðri, umlaukst svo skyndilega þoku, kom á ný í bjartviðrú í tungl- skininu sá ég þessa silfurlitu þokubólstra bærast eins og frumþokur 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.