Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 59

Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 59
DVÖL 57 þó klökknaði fyrir nístandi sársauka; án raddbrigða, án tilfinninga, en þó titrandi af kvöl. „Hún er hérna inni, læknir.“ „Hum “ Löng þögn. „Hún hékk lengi.“ „Ég veit ekki hve lengi, læknir.“ „Hvers vegna gerði hún það, Emalín?“ „Ég veit — ekki, læknir,“ í sama tón. • Lengri þögn, og svo: „Hum, Emalín, vissir þú, að hún var barns- hafandi?" Kuldi raddarinnar brast, andvarp heyrðist. „Já, læknir," lágum rómi. „Var það þess vegna, sem þú fannst hana ekki strax. — Nei, Emalin, ég meinti þetta ekki, vesalingur.“ Emalín hafði aftur vald á rödd sinni. „Getur þú skrifað vottorðið án þess að nefna —--------“ „Auðvitað get ég það og geri það. Ég skal líka ta'.a við líkkistusmið- inn. Hafðu engar áhyggjur." „Þakka þér fyrir. læknir.“ „Ég ætla að síma strax. Ég vil ekki skilja þig eina eftir hér. Komdu með mér inn í hina stofuna, Emalín. Ég ætla að gefa þér svefn- meðal----------“ „Viský, viský handa Jóa?“ Ég sá brosið og hárlubbann. Feiti Karl hellti í annað glas. Bjarnar-Jói drakk úr því, læddist innst í her- bergið, skreið undir borð og sofnaði. Allir voru þögulir. Menn gengu að borðinu, lögðu þar peninga sína þegjandi. Þeir voru ruglaðir, því grundvöllurinn hafði brostið. Skömmu seinna kom Alex inn í þögula stofuna. Hann gekk hratt til min. „Hefurðu heyi’t það?“ spurði hann lágt. „Já.“ „Ég hef verið hræddur," stundi hann. Eins og ég sagði þér um dag- inn, þá hef ég veiáð hræddur.“ Ég sagði. „Vissir þú að hún var vanfær?“ Alex stirðnaði. Hann litaðist um og horfði svo aftur á mig. „Bjarnar- Jói?“ spurði hann. Ég kinkaði kolli. Alex strauk sér um augun. „Ég trúi því ekki.“ Ég ætlaði að fara að svara, þegar ég heyrði þrusk og leit við. Bjarnar-Jói skreið eins og refur úr greni sínu, stóð upp og læddist að borðinu. „Viský?“ Hann brosti vonarlega til Feita Karls. Þá gekk Alex fram á gólfið og ávarpaði okkur. „Heyrið mig piltar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.