Dvöl - 01.01.1948, Side 59

Dvöl - 01.01.1948, Side 59
DVÖL 57 þó klökknaði fyrir nístandi sársauka; án raddbrigða, án tilfinninga, en þó titrandi af kvöl. „Hún er hérna inni, læknir.“ „Hum “ Löng þögn. „Hún hékk lengi.“ „Ég veit ekki hve lengi, læknir.“ „Hvers vegna gerði hún það, Emalín?“ „Ég veit — ekki, læknir,“ í sama tón. • Lengri þögn, og svo: „Hum, Emalín, vissir þú, að hún var barns- hafandi?" Kuldi raddarinnar brast, andvarp heyrðist. „Já, læknir," lágum rómi. „Var það þess vegna, sem þú fannst hana ekki strax. — Nei, Emalin, ég meinti þetta ekki, vesalingur.“ Emalín hafði aftur vald á rödd sinni. „Getur þú skrifað vottorðið án þess að nefna —--------“ „Auðvitað get ég það og geri það. Ég skal líka ta'.a við líkkistusmið- inn. Hafðu engar áhyggjur." „Þakka þér fyrir. læknir.“ „Ég ætla að síma strax. Ég vil ekki skilja þig eina eftir hér. Komdu með mér inn í hina stofuna, Emalín. Ég ætla að gefa þér svefn- meðal----------“ „Viský, viský handa Jóa?“ Ég sá brosið og hárlubbann. Feiti Karl hellti í annað glas. Bjarnar-Jói drakk úr því, læddist innst í her- bergið, skreið undir borð og sofnaði. Allir voru þögulir. Menn gengu að borðinu, lögðu þar peninga sína þegjandi. Þeir voru ruglaðir, því grundvöllurinn hafði brostið. Skömmu seinna kom Alex inn í þögula stofuna. Hann gekk hratt til min. „Hefurðu heyi’t það?“ spurði hann lágt. „Já.“ „Ég hef verið hræddur," stundi hann. Eins og ég sagði þér um dag- inn, þá hef ég veiáð hræddur.“ Ég sagði. „Vissir þú að hún var vanfær?“ Alex stirðnaði. Hann litaðist um og horfði svo aftur á mig. „Bjarnar- Jói?“ spurði hann. Ég kinkaði kolli. Alex strauk sér um augun. „Ég trúi því ekki.“ Ég ætlaði að fara að svara, þegar ég heyrði þrusk og leit við. Bjarnar-Jói skreið eins og refur úr greni sínu, stóð upp og læddist að borðinu. „Viský?“ Hann brosti vonarlega til Feita Karls. Þá gekk Alex fram á gólfið og ávarpaði okkur. „Heyrið mig piltar.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.