Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 19

Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 19
DVÖL 17 A brattann Eftir Hermann Hesse Er ég stóð uppi í fjallshlíðinni og var í þann veginn að fara inn í djúpt gil, sneri ég mér við og renndi augum yfir dalinn. Sólin skein í hinni grænu veröld þarna niðri, og yfir ökrunum var sem lægi brúnleit blæja. Þarna niðri var ofurlítið himnaríki, og hlýrri mildi andaði upp til manns frá þvi. Þar var söngur í sálum, og hunangsflugurnar suðuöu ánægju- lega, þegar blómilmurinn barst aö vitum þeirra. Og allt þetta hafði ég yfirgefið til þess að klífa fjallið. Fararstjórinn snerti handlegg minn. Ég varð aö beita mig hörðu til þess aö geta litið af þessari fögru og ástfólgnu mynd. Og fram undan var gilið dirnrnt og draugalegt. Enginn sólargeisli komst þangað inn. Lítill, svartur lækur niðaði þar í klettasprungu. Fölt gras óx á báðum bökkum hans. Það stóð í ofurlitlum topp- um. Steinar, sem vatnið hafði skolað með sér, lágu nú á lækjar- botninum og litu út eins og hvít, lifandi bein. — Nú hvílum við okkur stund- arkorn, sagði ég og sneri mér að fararstjóranum. Hann hló við með vorkunnsemi, og svo settumst við. Þarna var svalt. Myrkrið læddist eftir fjalls- hlíðinni. Ég hugsaði um það, hve mér fannst þessi leið, sem við gengum; andstyggileg, hve þessi kaldranalega fjallshlíð þjáði mig, nísti mig, hve viðurstyggilegt það var að busla yfir kalda læki, og svo þetta dimma klettagil, sem við urðum að klífa. — Þetta er ekki árennileg leið, sagði ég til þess að reyna fyrir mér. Ofurlítill vonarneisti lifnaði í brjósti mínu. Hann flökti eins og deyjandi logi. Ef til vill gætum við snúið við, ef til vill var hægt að telja fararstjóranum hughvarf. Við mundum kannski losna við margs konar óþægindi, ef við snerum við. — Já, því ættum við ekki að snúa við? Var það, sem við höfð- um yfirgefið, ekki þúsund sinnum fallegra? Var lífið þar ekki auð- ugra, fegurra og hlýrra, og var ég ekki aðeins maður, þegar öllu var á botninn hvolft? Og lífið er svo stutt. Eigum við ekki rétt á ham- ingjunni, eigum við ekki rétt á sólarbrosi, eigum við ekki rétt á að spegla augu okkar í bláu, tæru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.