Dvöl - 01.01.1948, Side 42

Dvöl - 01.01.1948, Side 42
40 ar konur. Hver sá, sem vinnur og erfiðar verður að hvílast, annars gefst hann upp. Þessi regla gildir um fugla og fiska, menn og dýr. En meðan þetta gerðist lá Damian í rúmi sínu fársjúkur af einskærri ást. Hann gat ekki hugsað til þess að lifa við hörmungar leng- ur og ákvað að hætta öllu. Hann skrifaði því hinni ungu eiginkonu bréf og lýsti þar öllum sálarkvöl- um sínum. Bréfinu stakk hann í silkisál, er hann bar í bandi um háls sér innst klæða. Á fjórða degi reis Mai úr rekkju, og þau hjónin sátu þann dag allan í stærsta sal hallarinnar og tóku á móti gestum, sem komu til þess að óska þeim til hamingju. Allt í einu varð Mai hugsað til Dami- ans og sagði við mann sinn: — Ég hef ekki enn séð Damian koma hingað inn. Er hann sjúkur, eða hvað veldur fjarveru hans? Hinir skjaldsveinarnir flýttu sér að skýra frá því, að Damian væri sjúkur. — Það er leitt, sagði Janúar. — Hann er ágætur skjaldsveinn, skynugur, tryggur og öruggur. Það er mikill skaði, ef hann deyr. Ég ætla að heimsækja hann og upp- örva, þegar við erum búin að borða, og ég vil, að Mai heimsæki hann líka. Allir menn hans hrósuðu honum fyrir umhyggjuna um hinn sjúka skjaldsvein. — Heyrðu, kona góð, sagði Janú- ar. — Nú skalt þú fara og heim- sækja Damían ásamt öllum hirð- D VÖL meyjum þínum. Talaðu glaðlega við hann og segðu honum, að ég muni líta inn til hans, þegar ég sé búinn að fá mér miðdegisblund- inn. Og flýttu þér nú, því að ég get ekki sofnað fyrr en ég finn, að þú hvílir við hlið mér. Mai fór þegar til herbergis Damians ásamt hirðmeyjum sín- um. Hún settist á rúmstokk hans og huggaði hann svo vel, sem henni var unnt. En þegar Damian sá sér færi á, stakk hann silkisál- inni með bréfinu í lófa Mai og hvíslaði í eyra hennar um leið: — Komið ekki upp um mig, því þá er mér dauðinn vís. Hún faldi silkisálina í barmi sér og gekk aftur til Janúars, sem sat á rúmi sínu og beið hennar. Hann tók hana í faðm sér og kyssti hana ákaft og lagðist síðan til svefns. Þá lét Mai svo, sem hún þyrfti að skreppa þangað, sem allir þurfa af og til. Þar las hún bréfið, en reif það síðan í tætlur og kastaði sneplunum víðs vegar. Nú hafði Mai fengið nóg um- hugsunarefni. Hún lagðist niður við hlið Janúars gamla, sem svaf, unz hóstinn vakti hann. Og þegar hann vaknaði, bað hann hana að afklæðast alveg, því að hann ætl- aði að skemmta sér ofurlítið við hana, en föt hennar hindruðu sig. Hún hlýddi, hvort sem henni lík- aði betur eða verr, en til þess að viðkvæmar sálir verði mér ekki reiðar, álít ég, aö heppilegast sé

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.