Dvöl - 01.01.1948, Side 46

Dvöl - 01.01.1948, Side 46
44 verður því ekki með orðum lýst, nema eiga það á hættu að tala ósiðsamlega. Janúar rak upp ösk- ur og kallaði: — Hjálp, hjálp. Niður úr trénu með þig kona. Hvað leyfir þú þér að gera, kvensnift? — Elskulegi eiginmáSúr hvað gengur að þér? svaraði hún. — Vertu nú þolinmóður stundarkorn. Ég hef einmitt hjálpað þér til þess að fá sjónina aftur. Ég hélt, að ég gæti ekki gert þér neitt betra en að gefa þér sjónina á ný. Guð veit, að ég gerði það aðeins í góðum tilgangi. Ég gat það ekki á annan hátt en þann að takast á við manninn hérna uppi. —- Takast á við hann? Þetta eru einkennileg átök. Ég vildi, að guð léti ykkur bæði líða smánar- legan lauða. Ég sá það með mín- um eigin augum, að hann lá með þér. Ég vildi, að ég gæti hengt mig, sagði riddarinn í örvæntingu. — Jæja, þá hefur þetta allt saman verið unnið fyrir gýg, sagði hún. — Því að þú mundir ekki tala þannig um mig, ef þú hefðir fulla sjón. Þú getur ekki verið bú- inn að fá sjónina til fulls enn. — Ég sé eins vel og ég hef nokk- urn tímann séð áður, lof sé guði, sagði hann. —• Ég sver það, að ég gat ekki betur séð, en þetta væri það, sem fram fór þarna hjá vkkur. — Þú smánar mig, sagði hún. — Þetta eru þá þakkirnar fyrir það, DVÖL að ég hef gefið þér sjónina aft- ur. Æ til hvers var þá allt þetta erfiði. — Kona góð, gleymdu þessu öllu saman, sagði hann. — Ef ég hef sagt eitthvað rangt, verður þú að fyrirgefa mér það, en ég gat alls ekki betur séð, en Damían lægi með þér þarna uppi. — Já, kæri eiginmaður, sagði hún. — Þú mátt auðvitað álíta það, sem þig langar til. En hvaða barn sem er veit það með vissu, að þegar maður er að vakna, þá getur hann ekki fullkomlega átt- að sig á því, sem er að gerast í kringum hann. Hann verður að vakna til fulls áður. Sama máli gegnir um mann, sem hefur verið blindur. Hann sér ekki allt þegar í stað. Fyrstu dagana, sem þú nÝtur hinnar endurheimtu sjónar, munt þú áreiðanlega þykjast sjá margt, sem á sér enga stoð í raun- veruleikanum. Og er hún hafði þetta mælt, stökk hún ofan úr trénu. Og nú var Janúar búinn að taka gleði sína aftur. Hann kyssti konu sína innilega og strauk henni mjúklega um lífið og leiddi hana síðan til hallar sinnar. Gleðjizt líka, allir góðir menn. Og þannig endar saga mín um Mai og Janúar. Góður guð og hin heilaga mey blessi okkur öll. Andrés Kristjánsson íslenzkaði.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.