Dvöl - 01.01.1948, Blaðsíða 35
t) V Ö L
33
— Hvernig er þar?
— Voða fallegt. Þar er garður.
Þar eru brekkur og lautir, hesthús,
og lækur rétt hjá, og kindur og
kýr . . .
— En endur?
— Alveg glás.
— Og eru tré til þess að klifra í?
— Þúsund.
— En eru þar hestar?
— Milljónir af hestum, — alveg
eins stórum og þeim, sem Buck
Jones á.
— Og þá ætla ég að verða káboj!
Þeir leiddust yfir þvert torgið í
áttina til Buchanastrætis, þangað
sem þeir áttu heima. Alla leiðina
voru þeir að tala um hið dásam-
lega, sólfagra ævintýraland, sem
þeir ætluðu að láta verða úr
Cowcadden, — tvö börn stórborg-
arinnar, sem festu hug sinn viö
eina stjörnu.
Elías Mar þýddi.
Himins eldur fölskvast fer,
fram nú seldi völd sín dagur
Hvað því veldur, að hann er
undir kveldið svona fagur?
Sál mín, þyrst í vorsins veig,
var hér kysst af geislum þýðum,
sá þó fyrst, er sólin hneig,
sumarið, yzt á fjallahlíðum.
Heiði trega ég horfins dags
— húms á vegu stefna sporin —
sérhvers þegar sólarlags
sé ég fegurð ljóma á vorin.
Tímans iða, ólgukvik,
út til viðar stefnir breiða.
Ekki er liðin augnablik
unnt á sviðið fram að leiða.
Jónas Tryggvason.