Dvöl - 01.01.1948, Síða 25

Dvöl - 01.01.1948, Síða 25
DVÖL 23 EILÍF ÁST Eftir Ben Arnes Williams Himinninn var bjartur og heið- ur, og veröldin fögur og skínandi. Þau flugu í fimmtcjn hundruö metra hæð og sáu yfir víða, öld- ótta sléttu, og í vestri reis blár fjaflahringurinn. Þau ætluðu að f’júga yfir hann á morgun. Hann leit á hana og hló. — Pinnst þér þetta gaman? spurði hann. — Ég elska það, svaraði hún. — Elskarðu ekkert annað? spurði hann. — Ég elska þig, svaraði hún, og hlýr bjarmi sást í augum hennar. Þau höfðu aðeins verið gift í þrjá daga og voru ekki enn þá hætt að dásama það,- hve manneskjur geta verið hamingjusamar saman. — Mig langar mest til þess að syngja og dansa, sagði hann. Ég vil sveifla mér til og svífa — svona, líttu á. Hann lækkaði flúgið lítið eitt til þess að auka hraðann og tók svo mjúka og fagra sveiflu. Flugvélin og hann virtust sem ein heild, og hún smó loftið í hring- um eins og örn. Allt í einu hall- aðist flugvélin ískyggilega mikið. Hún sá hann taka svo fast á stýrinu^ að húnarnir hvítnuðu, og varir hans herptust og fölnuðu. — Hæðarstýrið er ekki í lagi, sagði hann hásum rómi. Það er eitthvað að. Flugvélin seig niður á við, hægt en jafnt. — Seztu í aftursætið, sagði hann. Hún hlýddi, og hann færði sig líka svo aftarlega í sætinu, sem hann gat, til þess að þyngja vélina að aftan. Honum heppnaðist að rétta vélina við til muna, en þá voru þau komin niður undir jörð. Hún snerti handlegg hans. — Þetta gerir ekkert til, vinur minn, sagði hún. — Ekkert gerir til, meðan við erum saman. — En við höfum aðeins fengið að iifa saman í þrjá daga, mótmælti hann hásum rómi. — Já, en við eigum eftir að lifa saman alla eilífðina, sagði hún. Síðan stakkst flugvélin á nefið .. Hún sá andlit með alltof mörg- um augum beygja sig yfir hana. — Hvar er hann? hvíslaði hún. — Ég vil hafa hann hjá mér.

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.