Dvöl - 01.04.1948, Síða 7
D VÖL
„Hefir hún séð hann?“ sagði
mamma.
„Nei, en einhver negri stakk því
að henni, að hann væri í bænum.
Ég verð enga stund.“
„Þú ætlar að skilja mig eina
eftir og fylgja Nönnu heim?“ sagði
mamma. „Er þér annara um hana
en mig?“
„Ég verð enga stund,“ sagði
pabbi.
„Þú ætlar að skilja börnin eftir
vai-narlaus, og þessi svertingi á
næstu grösum?“
„Ég fer með,“ sagði Kaddý. „Lof-
aðu mér með, pabbi.“
„Hvað ætli hann gæti gert þeim,
ef hann væri svo ólánssamur að
komast í færi við þau?“ sagði
pabbi.
„Ég vil fara líka,“ sagði Jason.
„Jason,“ sagði mamma. Hún átti
við pabba. Það var auðheyrt á því,
hvernig hún sagði nafnið. Eins og
hún héldi, að pabbi hefði allan
daginn verið að reyna að hitta á að
gera það, sem henni líkaði sízt og
hún hefði alltaf vitað, að eftir
tímakorn myndi hann hitta á það.
Ég hélt mér saman, því að pabbi
og ég vissum báðir, að mamma
myndi vilja láta mig vera hjá sér,
ef henni dytti það bara í hug nógu
snemma. Þess vegna varaðist
pabbi að líta á mig. Ég var elztur.
Ég var níu og Kaddý var sjö og
Jason fimm.
„Hvaða vitleysa," sagði pabbi.
„Við verðum enga stund.“
69
Anna var komin með hattinn.
Við komum að stígnum.
„Jesús hefur alltaf verið vænn
við mig,“ sagði Nanna. „Ef hann
átti tvo dali, gaf hann mér ann-
an.“ Við gengum ofan stíginn.
„Ef ég kemst stíginn á enda,“ sagði
Nanna, „þá er ég sloppin.“
Það var ævinlega skuggsýnt á
stígnum. „Hérna var það, sem Jas-
on varð hræddur á allraheilagra-
messu.
„Ó, nei, nei,“ sagði Jason.
„Getur Rakel frænka ekkert
tjónkað við hann?“ sagði pabbi.
Rakel frænka var gömul. Hún bjó
í sjálfsmennsku í kofa handan við
Nönnuhús. Hún var hvít á hár og
reykti úr pípu á þröskuldinum sín-
um allan daginn; ekki vann hún
neitt upp á síökastið. Það var al-
talað, að hún væri móðir Jesúsar.
Stundum játti hún því, en annað
veifið neitaði hún allri frændsemi
við Jesús.
„Jú, það held ég nú,“ sagði
Kaddý. „Þú varst hræddari en
Frony, meira að segja hræddari
en T. P. Hræddari en surtur.“
„Það getur enginn tjónkað við
hann,“ sagði Nanna. „Hann segir
að ég hafi vakiö upp púkann í sér
og þaö sé ekki nema eitt ráð til
að kveða hann niður.“
„Jæja, hann er nú farinn,“ sagði
pabbi. „Þú þarft ekkert að óttast
nú. Og láttu nú hvítu mennina
eiga sig.“
„Láta hvaða hvítu menn eiga