Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 8

Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 8
70 sig?“ sagði Kaddý. Láta þá eiga sig, hvernig?“ „Hann er hvergi farinn,“ sagði Nanna. „Ég veit af honum. Ég veit af honum núna, hérna á stígnum. Haan heyrir til okkar, hvert ein- asta orð, liggur í leyni einhvers staðar og bíður. Ég hef ekki séð hann og ég fæ ekki að sjá hann nema einu sinni héðan af og þá með rakhnífinn uppi í sér, þennan rakhníf, sem hann gengur með í spotta á bakinu undir skyrtunni. Og þá fæ ég ekki einu sinni að verða hissa.“ „Ég var ekkert hræddur," sagði Jason. „Ef þú hefðir hagað þér betur, væri ekki svona komið með þig,“ sagði pabbi. „Hann er sennilega í Sankti-Lúðvík núna, sennilega fengið sér aðra og steingleymt þér.“ „Ef svo er,“ sagði Nanna, „væri betur að ég vissi ekki um það. Ég skyldi standa yfir þeim og í hvert skipti sem hann tæki utan um hana, skæri ég af honum hand- legginn og skæri af honum höf- uðið og risti hana á kviðinn og ræki —“ „Uss,“ sagði pabbi. „Skærir hvern á kviðinn, Nanna?“ sagði Kaddý. „Ég var ekkert hræddur," sagði Jason. Ég þyrði að ganga aleinn hérna niður götuna. „Einmitt það,“ sagði Kaddý. „Þú þyrðir í hvorugan fótinn að stíga, ef við værum ekki hjá þér,“ D VÖL II. Enn lá Dilsý, og við fylgdum Nönnu heim á hverju kvöldi, þang- að til mamma sagði: „Hvað á þetta að ganga svona lengi. Ég er skilin eftir ein heima í þessu stóra húsi, meðan þið fylgið negraskræfu heim.“ Við bjuggum um Nönnu á dýnu í eldhúsinu. Einhverja nóttina vakti hljóðið okkur. Það var ekki söngur og ekki grátur heldur, sem barst upp stigann í myrkrinu. Það var ljós inni hjá mömmu og við heyrðum pabba fara fram ganginn, niður innri loftstigann og Kaddý og ég fórum fram á gang. Gólfið var kalt. Tærnar á okkur sperrtust upp, meðan við stóðum þarna og vórum að hlusta á hljóðið. Það minnti á söng og þó var það ólíkt söng, ólíkt negrasönghljóðum. Síð- an hætti hljóðið og við heyrðum til pabba á leið niður innri stigann og fórum fram á uppgönguna. Þá tók það til aftur, en ekki hátt og við sáum í augun á Nönnu uppi í miðjum stiga. Þau minntu á katt- araugu, eins og stór köttur væri að horfa á okkur frá veggnum. Þegar við komum til móts við hana nið- ur í stigann, hætti hún að hljóða og við stóðum þarna, þangað til pabbi kom neðan úr eldhúsinu með skammbyssuna sína í hendinni. Hann fór aftur niður með Nönnu og þau komu upp með dýnuna hennar. Við breiddum dýnuna á gólfið inni hjá okkur. Þegar búið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.