Dvöl - 01.04.1948, Page 9

Dvöl - 01.04.1948, Page 9
D VOL 71 var að slökkva hjá mömmu, sáum við augun á Nönnu eins og fyrr. „Nanna,“ hvíslaði Kaddý, „ertu sofandi, Nanna.“ Nanna hvíslaði einhverju. Það gat verið nei, ég var ekki viss. Líkt og enginn hefði sagt það, kom það hvergi að og beindist að engu, síð- an var eins og Nanna væri alls ekki þarna, heldur eins og ég hefði blínt svo lengi á augun í stiganum, að þau sætu eftir á sjáöldrunum, eins og þegar sólin verður kyrr í aug- anu, eftir að maður er búinn að loka því, og þó er hún þar hvergi. „Jesús,“ hvíslaði Nanna. „Jesús.“ „Var það Jesús,“ sagði Kaddý. „Var hann að reyna að komast inn í eldhúsið?“ „Jesús,“ sagði Nanna. Svona: Jeeeeeeeeeeeesús, og seimurinn dvínaði, eins og þegar deyr á eld- spýtu eða kerti. „Hún á við hinn Jesúsinn,“ sagði ég. „Sérðu okkur Nanna,“ sagði Kaddý. „Sérðu augun í okkur líka?“ „Ég er ekkert nema surtla,“ sagði Nanna. „Það veit guð. Það veit guð.“ „Hvað sástu þarna í eldhúsinu,“ hvíslaði Kaddý. „Hvað var að reyna að komast inn?“ „Það veit guð,“ sagði Nanna. Við sáum augun í henni. „Það veit guð.“ Dilsý kom á fætur. Hún eldaði hádegismatinn. „Þú ættir að liggja dag eða svo í viðbót,“ sagði pabbi. „Til hvers,“ sagði Dilsý. „Ef ég hefði legið deginum lengur, myndi allt vera gengið af göflunum hér. Burt með ykkur og látið mig í friði, meðan ég laga til í eldhúsinu.“ Dilsý eldaði kvöldmatinn líka. Og þetta kvöld, rétt áður en dimmdi, kom Nanna inn í eldhúsið. „Hvernig veiztu, að hann sé kominn aftur?“ sagði Dilsý. „Þú hefur svo sem ekki séð hann.“ „Jesús er surtur,“ sagði Jason. „Ég veit af honum," sagði Nanna. „Ég veit af honum þarna yfir frá í skurðinum,"

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.