Dvöl - 01.04.1948, Qupperneq 11

Dvöl - 01.04.1948, Qupperneq 11
DVÖL horfa, en hreyfðust þó ekki að ráði. Hún horfði á okkur þrjú saman öll í einu. „Munið þið, þegar ég svaf inni hjá ykkur um nóttina?" sagði hún. Hún minnti okkur á, að við vöknuðum snemma um morguninn og fórum að leika okk- ur. Við urðum að hafa lágt, þangað til pabbi vaknaði og kominn var morgunmatartími. „Viljið þið fara og spyrja mömmu ykkar, hvort ég megi vera hjá ykkur í nótt?“ sagði Nanna. „Ég þarf enga dýnu. Við getum leikið okkur aftur.“ Kaddý fór að spyrja mömmu. Jason fór líka. „Ég vil enga negra í svefnher- bergin,“ sagði mamma. Jason fór að skæla. Hann skældi, þangað til mamma sagði honum, að hann fengi engan ábæti í þrjá daga, nema hann hætti. Þá sagð- ist Jason hætta, ef Dilsý byggi til súkkulaðiköku. Pabbi var við. „Hvers vegna gerirðu ekki eitt- hvað í þessu?“ sagði mamma. „Til hvers er lögreglan?“ 73 „Af hverju er Nanna hrædd við Jesús?“ sagði Kaddý. „Ertu hrædd við pabba, mamma?“ „Hvað ætli lögreglan gæti?“ sagði pabbi. „Úr því að Nanna hef- ur ekki séð hann, hvernig ætti lög- reglan að finna hann?“ „Því er hún þá hrædd?“ sagði mamma. „Hún segir, að hann sé hérna. Hún segist vita, að hann sé hérna í kvöld.“ „Samt borgum við skatta,“ sagði mamma. „Og ég er látin vera hér ein í þessu stóra húsi, meðan þú fylgir negrakvensu heim. „Þú veizt þó, að ég sit ekki um húsið með rakhníf.“ sagði pabbi. „Ég skal hætta, ef Dilsý býr til súkkulaðiköku," sagði Jason. Mamma sagði okkur að fara út, og pabbi kvaðst ekki vita, hvort Jason fengi súkkulaðiköku, en hann vissi um annað, sem hann skyldi fá undir eins. Við fórum fram í eldhús og sögð- um Nönnu: „Pabbi sagði, að þú ættir að fara heim og læsa að þér og þá værirðu óhult,“ sagði Kaddý. „Óhult fyrir hverju, Nanna? „Er Jesús reiður við þig?“ Nanna var aftur með bollann í höndunum og studdi olnbogunum á hné sér og hélt bollanum milli hnjánna. Hún starði í bollann. „Hvað hefur þú gert til að reita Jesús til reiði?“ sagði Kaddý. Nanna sleppti bollanum. Hann brotnaði ekki í gólfinu, en kaffið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.