Dvöl - 01.04.1948, Síða 13
D VOL
75
„Þú talar eins og við værum
fimm,“ sagði Kaddý. „Þú talar eins
og pabbi væri hérna líka?“
„Hver, ég að tala hátt, herra
Jason?“ sagði Nanna.
„Nanna kallaði Jason, herra!“
sagði Kaddý.
„Heyrðu bara, hvernig Kaddý og
Quentín og Jason tala,“ sagði
Nanna.
„Við tölum ekki hátt,“ sagði
Kaddý. „Það ert þú, sem talar eins
og pabbi -----.“
„Þei,“ sagði Nanna. „Þei, herra
Jason.“
„Nanna kallaði Jason, herra
aftur — .“
„Þei,“ sagði Nanna. Hún rausaði
hátt, meðan við fórum yfir skurð-
inn og bogruðumst gegnum girð-
inguna, þar sem hún var vön að
bograst í gegn með þvottinn á
höfðinu. Síðan komum við að hús-
inu. Við vorum farin að flýta okk-
ur þá. Hún opnaði dyrnar.
Lyktin í húsinu minnti á lamp-
ann og lyktina af Nönnu á kveik-
inn, það var eins og þau biði hvort
hins til að fara að dauna. Hún
kveikti á lampanum og lokaði
hurðinni og skaut brandinum fyrir.
Þá var hún ekki lengur hámælt,
en horfði á okkur.
„Hvað eigum við að gera?“ sagði
Kaddý.
„Hvað langar ykkur að gera?“
sagði Nanna.
„Þú sagðir, að það yrði gaman,"
sagði Kaddý. Það var eitthvað í
Nönnuhúsi, eitthvað, sem gerði
lykt auk Nönnu og hússins. Meira
að segja Jason fann lyktina. „Ég
vil ekki vera hérna,“ sagði hann.
„Ég vil fara heim.“
„Farðu þá bara heim,“ sagði
Kaddý.
„Ég fer ekki einn,“ sagði Jason.
„Við ætlum áð skemmta okkur,“
sagði Nanna.
„Hvernig þá?“ sagði Kaddý.
Nanna staðnæmdist við dyrnar.
Hún gaf okkur gætur, að vísu var
eins og augun væru tæmd, eins og
hún hefði hætt að beita. þeim.
„Hvað viljið þið gera?“ sagði
hún.
„Segðu okkur sögu,“ sagði Kaddý.
„Kanntu að segja sögu?“
„Já,“ sagði Nanna.
„Segðu okkur þá sögu,“ sagði
Kaddý. Við horfðum á Nönnu.
„Þú kannt engar sögur.“
„Jú,“ sagði Nanna. „Jú, jú.“
Hún kom og settist í stólinn