Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 20

Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 20
Eigið þér menningu hjartans Eftir Gelett Burgess í október í fyrra sendi ég Maríu bók. Hún skrifaöi mér strax aftur og þakkaði fyrir hana. En tveim- ur mánuðum síðar fékk ég aftur bréf frá henni og þá sagði hún mér, hvernig henni hefði líkað bókin — og lét mig þannig vita, að hún hefði 1 raun og veru lesið hana. Nú spyr ég: Var þetta ekki falleg og óvenjuleg framkoma í þessari skeytingarlausu veröld? María átti það, sem kallað er menning hjart- ans. Þeim, sem eiga menningu hjartans, er þakklæti nokkurs konar veðskuld, sem sífellt ber að greiða vexti af. Að fimm árum liðnum getur María enn þá talað um gjöf, sem hefur glatt haria. Það er ekki verðmœti gjafarinnar, sem er henni aðalatriðið, heldur hugs- unin, sem á bak við hana felst. Og þess vegna getur hún gefið þakk- læti sínu framrás svona dásam- lega lengi. Sú hugulsemi, er einkennir menn með menningu hjartans, setur blæ sinn á öll þeirra verk. Jafnvel það, að bjóða góðan daginn, er hægt að gera meira eða minna aðlað- andi. Athugið hvernig menntaður leikari býður góðan dag, með hlý- legum, stígandi raddhreimi — en flestir láta sér nægja að muldra stuttaralega og blælaust „daginn“! Ég álít, að jafnvel það sé merki vinsemdar, að menn tali skýrt. Aftur á móti eru þeir ekki margir, sem í raun og veru hlusta með vingjarnlegri athygli. Flestir bíða aðeins tækifæris að geta sagt eitthvað sj álfir. Menn vilja láta jólagjarfir og tækifærisgjafir líta eins vel út og hægt er. Þær eru vafðar í glæsi- legan pappír og skreyttar skraut- litum böndum. Slík gjöf í öllum umbúðunum er tákn vináttunnar, þegar hún er fegurst: vinsemd, vafin þægilegum ytri umbúðum — gjöf með háttvísi. Og hvað er svo átt við með slíkri háttvísi, þegar um er að ræða að gefa eitthvað? Það má skýra þannig: Sá, sem á menningu hjartans, leggur sig i framkróka um að komast að því, hvers vinir hans óska sér í raun og veru. Til dæmis á ég góðan vin, sem er svo hugulsamur, að ef ég nefni eitthvað, sem mér fellur vel í geð, þá setur hann það vand- lega á sig, þangað til einhvern tíma kemur að því að grípa megi til þess. Ég gat þess einhvern tíma við hann, að mér þætti mjög gott sérstakt salat og vildi helzt alltaf hafa það á borðum. Ég hef aldrei borðað svo hjá honum síðan, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.