Dvöl - 01.04.1948, Page 27
D VOL
89
áskotnazt fyrir störf sín i Flandern.
Hann keypti sér fallegt hús í rue
Montfumier, og þa'ð stendur enn
óhaggað og gleður auga vegfar-
andans með hinum fögru steypu-
myndum á veggjunum.
En hinn hatursfulli Carandes
varð þess brátt áskynja, að margt
hafði breytzt um hagi ekrueigand-
ans og fjölskyldu hans. Hann átti
nú tvö snotur börn, sem þó virt-
ust ekki líkjast honurn eða móður
sinni hið minnsta. En þegar svo
stendur á, eru ætíð til einhverjir
fjölskyldusmjaðrarar, sem finna
einhvern langt aftur i ættum, sem
börnin líkjast mjög. í þessu til-
felli hafði eiginmanninum verið
talin trú um það, að þessir tveir
synir hans væru lifandi eftirmynd
einhvers frænda hans að lang-
feðgatali. Sá hafði verið prestur við
Notre-Dame kirkjuna. En skæðar
tungur höfðu þó í flimtingum, að
strákpattarnir væru einkennilega
líkir ungum presti, sem þjónaði um
þessar mundir nágrannabrauði.
Og jafnskjótt og Carandes hafði
séð unga prestinn og börnin og
borið allar likur í einn sjóð, ásamt
me'ð því, að Tascheretta vafði
mann sinn óvenjulegri umhyggju-
semi, sagði hann við sjálfan sig:
— Hún táldregur hann og leggst
með hinum unga skriftaföður, og
börnin eru getin af sakramenti
hans. Nú skal ég sýna þeim, að ég
get komið mínu fram, þótt kropp-
inn sé, ekki síður en aðrir.
Carandes fékk hinar beztu viö-
tökur af ekrueigandanum og öðr-
um vinum sínum við heimkomuna.
í fljótu bragði virtist hann albata
af hinni fyrri ást sinni til Tascher-
ettu. Hann kyssti börnin á vang-
ann, og þegar hann varð einn með
frúnni, niinnti hann hana góðlát-
lega á nóttina sælu í skápnum og
fall sitt í aurinn, og bætti svo við:
— Þér hafið auðvitað skemmt
yður konunglega yfir óförum mín-
um.
— Já, það getið þér verið viss
um, sagði hún hlæjandi. — En ef
þér hefðuð aðeins haft þolinmæði
til þess að halda áfrarn að láta
spotta yður og tæla nokkru leng-
ur, býst ég við, að þér hefðuð feng-
ið vilja yðar framgengt, eins og
allir aðrir.
Carandes hló glaðlega, en hatriö
brann í hjarta hans.
Og þegar honum varð litiö á
skápinn, sem hafði nær því verið
búinn að kæfa hann forðum daga,
blossaði hatur hans enn meir, og
það mildaði það ekki hót, að nú
virtist Tascheretta fegurri en
nokkru sinni fyrr, eins og titt er
um þær konur, sem fá tækifæri
til þess að baðast lindum hinnar
ungu ástar frarn eftir ævinni.
Kroppinbakur litli veitti nú öllu
nána athygli um skeið og undir-
bjó hefnd sína. En þetta er alls
ekki svo óalgengt fyrirbrigði, og
þótt ástin sé alltaf ást og oftast
sjálfri sér lík, eins og mannfólkið