Dvöl - 01.04.1948, Blaðsíða 32
94
D VÖL
munalega óþjált og stíft. Honum
hefur ekki tekizt að venja það.
Hann hefur reyndar aldrei skeytt
um það fyrr en nú. Og hann hefur
aldrei fyrr en nú skeytt um það
hver hann er, né hvernig hann
er. Þessi liðnu æviár hans mega
gleymast. Hann er einmitt stadd-
ur þar, sem ekki er vert að kann-
ast við bernsku sína. Hann stend-
ur á takmörkum tveggja heima,
hlýtur að velja, en valið kemur
af sjálfu sér, þar eð ekki er hægt
að velja nema á einn veg. Hann
er seytján ára.
Fram að þessu hefur sál hans
verið eins og tært stöðuvatn, sem
engin vindstroka hefur gárað.
Hann hefur verið sæll. En hann
er það ekki í dag. Hann er það
ekki vegna þess, að nú hefur
hann kynnzt þjáningunni, og þó
að hún að vísu feli í sér andstæöu
sína, þá er sál hans ekki lengur
sem tært stöðuvatn. Þetta er einn
þeirra daga, sem eru honum fjand-
samlegir, og þó er þetta bara
venjulegur laugardagur. Þessir
dagar eru orðnir skuggar á vegi
hans. Hann kvíðir þeim. Gagnvart
þeim hefur hann hræðilega minni-
máttarkennd.
Loksins kemur hún þó.
— Ertu búinn að bíða lengi?
spyr hún.
Já, hann kveðst hafa beðið
lengi. En hún hefur ekki getað
komizt burtu fyrr, og hún má til
að flýta sér, vegna þess að hún
þarf að þvo upp, þegar fólkið er
búíð að borða. Eiginlega kveðst
hún bara hafa komið til að láta
hann vita, að hún gæti ekki komið.
— Hér er svo kalt, segir hún, við
skulum koma inn í hesthúsið.
Þau fara inn í hesthúsið. Það er
myrkur. — Það á að vera stampur
hér, segir hún. Hann finnur stamp-
inn, hvolfir honum á flórinn. —
Seztu, segir hún. Hann gerir eins
og hún segir og öllu meira, því að
hann tekur hana í fang sér. Þau
hvíslast á orðunum, þó að þau séu
hér bara tvö. Kannske er það
vegna myrkursins? 'Er hún ekki
reið, vegna framkomu hans í gær-
kveldi? Jú, hún er reið, en hún
segir það hlæjandi, svo að þess
vegna er óhætt fyrir hjarta hans
að slá með venjulegum hraða. En
það gerir það samt ekki. Það
hamast.
Hún hneppir frá sér kápunni og
hallar sér upp að honum. Brjóst
hennar eru mjúk og gædd þess
konar lífi, sem andar frá sér hita.
Hann fer höndum um þau, og það
er ekkert hægt að segja á meðan,
sem hefur þýðingu.
Hún má ekki vera að því að kyssa
hann nema einn koss, og fyrst að
svo er, verður kossinn að vera góð-
ur. En þar eð hann kann ekki að
kyssa að hennar dómi, verður hún
að gera undanþágu, gera nokkrar
tilraunir, láta hann finna hvernig
koss á aö vera.
Hann nýtur atlota hennar, en