Dvöl - 01.04.1948, Side 35

Dvöl - 01.04.1948, Side 35
D VÖL 97 an snýst hún á hæli og ætlar að fara, víkur sér við á ný, tekur ann- arri hendi aftur fyrir hnakka hans og hvíslar svo í eyra hans lágt og innilega. — Elsku, elsku Nonni minn. Síðan er hún horfin. Hann stendur eftir í myrkrinu, en geisl- arnir frá þessum orðum hennar ljóma inn í sál hans. Og sjá! Þar er engin þjáning lengur. Svo máttug eru þessi orð! Hann er svo léttur á sér, að hann gæti hoppaö á öðrum fæti alla leið á heims- enda. Sem betur fer dettur hon- um þaö ekki i hug, enda hefur hug- ur hans ærið viðfangsefni. Hann snýst um Boggu hans í eilifan hring og sér hana frá öllum hlið- um. Sama er niðurstaðan, hvernig sem á Boggu er litið úr þessu: Hún er yndisleg. Hann á hana einn — hann á hana einn. Enginn mun nokkru sinni geta tekið hana frá honum, enginn — enginn — eng- inn. Hann leggur af stað heimleiðis og það er öllu óhætt. Það er allt í lagi. '3n hann er ekki fyrr kominn heim í hús foreldra sinna en óró- leikinn í ungu brjósti hans lætur til sín taka á ný. Hvernig á hann að geta unað hér í allt kvöld? Hvernig á hann að geta farið að sofa í kvöld á þeim tíma, sem flest unga fólkið í þorpinu tekur að skemmta sér? Og þó er það kannske ekki fyrst og fremst vegna þess, sem hann unir hér ekki. Nei, miklu fremur vegna þess, að hann verður að hitta Boggu, sjá hana, heyra hana tala, finna nálægð hennar. Allir aðrir eru honum framandi, meira að segja eru bæði faðir hans og móð- ir leiðinleg. Hann hefur aldrei fundið það eins og nú, hversu lág- kúruleg og hversdagsleg sjónarmið þeirra eru, hversu gleði þeirra er hégómleg, hversu fávíslegt er tal þeirra. Hann hefur andstyggð á þessu öllu. Hér getur hann ekki verið. Hann verður að komast burt. Og áður en dansinn hefst í Félagshúsinu, er hann þangað kominn. Hvað á hann þangað að vilja? Ekki kann hann að dansa! Síðan hefst dansinn. Hann stendur þarna á gólfinu og horfir á hina iðandi kös. Hans hlutverk nær ekki lengra. Hér allt í kring um hann ólgar æskufjörið í heitum bylgjum. Það tindrar í brösi avgans, það felst í mýkt danssporsins og það kallar til hans úr tónum harmonikunnar. — Vertu með! En hann er ekki með. Hann einn er gamall. Hann einn hefur farið á mis við gjafir ham- ingjunnar. Hvert bros dansend- anna snertir kvikuna í særðu brjósti hans. Hann stendur hér og hefur týnt einhverju, sem hann veit ekki hvað er, týnt einhverju, sem hann getur ekki fundiö, týnt einhverju, sem er honum dýrmæt-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.