Dvöl - 01.04.1948, Síða 40

Dvöl - 01.04.1948, Síða 40
102 D VOL að mér áðan, Bogga? spyr hann þjösnalega. Hann er ekkert upp á það kominn að láta hlæja að sér. Hún getur farið til fjandans hans vegna. — Nonni, segir hún og leitar eftir hendi hans, Nonni, fyrirgefðu mér, elsku Nonni. Þú trúir því kannske ekki, en ég segi það alveg satt, að ég meinti ekkert illt í þinn garð. En hann varðar ekkert um, hvað hún er að segja. Hann hefur sjálf- ur svo mikið að segja, að það get- ur naumast verið neitt markvert, sem hún segir. Eins og hann viti ekki af hverju hún vill koma hon- um heim? Eins og hann viti það ekki? Eða heldur hún kannske, að hann viti ekki, hvað hann er að segja? Heldur hún það kannske? Á hann þá að segja henni sann- leikann? Þorir hún að heyra sann- leikann? Jæja, hún vill að hann fari heim, svo að hún geti í næði hórast með þessum Birgi. Hann brýnir röddina: — Ég get knúsað hann í einu höggi, molað á honum helvítis hauskúpuræksnið. Og það ætla ég að gera! Ég ætla að gera það. Gera það strax, skaltu vita! Hann reikar burt frá henni með- fram húshliðinni, en man þá allt í einu: — Kvöldið er fagurt, sól- in sezt — upphefur raust sína og baðar út höndum. Hún horfir á eftir honum, hann er reikull í spori og fremur óásjálegur aftan- fyrir, líkari þúst en manni. Hún nær í hann og á engin orð til nema þessi: — Ó, Nonni, af hverju læturðu svona, Nonni? Hann nemur staðar, þagnar í miðju lagi, starir á hana og æpir síðan, svo að hún hljóti þó að skilja, að hann er að tala við hana: — Hvað vilt þú, helvítis skepn- an þín? Þá er þolinmæði hennar ekki lengur til. Hún slær hann með öllu afli sínu á'vangann. — Þú ert fífl, Nonni! Andstyggi- legt fífl! Síðan er hún horfin hon- um inn í húsið. Hann er aftur sami einstæðingurinn, umkomu- laus, hjálparvana vesalingur. Sorg- in og hryggðin streyma frá upp- sprettu sinni í brjósti hans. Nú er máninn aftur tekinn að stillast á himni sínum og jörðin farin að ná jafnvægi á braut sinni. Hann reik- ar þó enn í spori, er hann staulast inn í húsið. Auðvitað er hún farin að dansa við Birgi, eins og hann vissi það ekki? Þau brosa hvort við öðru, sæl og glöð. Það er ekki á Boggu að sjá, að henni sé raun að kvölum hans. Kannske hefur hún nautn af þeim? Ó, hve hann hatar þau bæði tvö! Sjá hvernig þau stíga danssporin hvort með öðru! Hún liggur með brjóst sín fast upp við barm hans og með handtaki sínu yfir mitti hennar sveigir hann hana inn til sín. Þau eru and- styggilega nálægt hvort öðru, þeg-

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.