Dvöl - 01.04.1948, Qupperneq 41

Dvöl - 01.04.1948, Qupperneq 41
D VÖL 103 ar hann stígur svona áfram og inn til hennar. Dauði og djöfull! Nú dansa þau inn í hornið hjá har- monikuspilaranum, vangar þeirra eru negldir saman. Dauði og djöf- ull! Auðvitað kyssast þau þarna inni í horninu. Hann veit það fyrir víst. Þetta skulu þau fá borgað. Að honum heilum og lifandi skulu þau fá þetta borgað. Aldrei framar skal hann líta við þessari djöfuls gæs! Hann skal sýna henni, að hann er maður til að borga fyrir sig. Hann skal sýna henni, hvað hún hefur misst. Hann titrar og skelfur af óstjórnlegri geðshrær- ingu sinni, og er hann nær til þeirra, hefur hann þau ein um- svif að þrífa annarri hendi í jakka- kraga Birgis og slá krepptum hnefa í andlit hans. Hann skal drepa hann! Hann skal murka úr hon- um bölvaða líftóruna! En áður en hann fær komið öðru höggi á sinn stað, er hann tekinn. Það eru nefnilega fleiri þarna inni, þó að hann hafi ekki hugsað út í það. Það eru ein- hverj ir, sem halda 'honum. Það er háreysti, það eru óp og köll allt í kring um hann. — Látið þið Nonna vera, ég skal ábyrgjast hann, hróp- ar einhver aftur og aftur. — Látið þið Nonna vera! Án þess að vita hvernig, hefur hann borizt fram að útidyrum. Það er hópur af fólki í kring um hann og lætur allt svo, sem sér komi hann einstaklega mikið við. — Lát- ið þið Nonna vera! — Já, látið þið mig vera, öskrar hann, eins og það sé einmitt sannleikurinn í málinu. Látið þið mig bara alveg vera, æp- ir hann hamstola og hvít froða vellur um bæði munnvik hans. — Það verður að fara með hann heim, segir einhver. —• Já, við skulum fara með hann heim, segir önnur rödd. Þá allt í einu sefast hann. Hann verður ljúfur, sem dúfa. Heim vill hann ekki fara. Það er allt í lagi með hann. Hann brosir og er hinn bezti. Nei, hann þarf ekki að fara heim. Það er allt í lagi með Nonna. Honum er klappað á öxlina, það er sagt við hann: — Nonni er hel- víti góöur strákur! Hann þarf bara að fá meira brennivín. Hann er hetja kvöldsins. Hann hefur gert uppistand. Dansinn hefur hætt. Þessu gat hann áork- að. En hann kann ekki við sig í þessum félagsskap. Hann hlýðir kalli hjartans og þráir Boggu á ný. Dansinn hefst. Hann fær ekki afstýrt því. Spenntar taugar hans hafa slappazt, áformin hruniö til grunna, sjálfstraustið er glatað, öryggið um rétta breytni áðan er fyrir bí. Gæti hann bara náð tali af Boggu núna, skyldi hann biðja um fyrirgefningu. En hann þorir ekki svo mikið sem líta þangað, sem hún er. Hann læðist út. Veðrið er kyrrt, og bjart af tungl- skini, en hann skynjar ekki fegurð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.