Dvöl - 01.04.1948, Side 47

Dvöl - 01.04.1948, Side 47
DVOL 109 bað mig skelfdur að snúa við. Þar eð fjullið tiafði síðast gosið a. m. k. þrjátíu árum i'yrir fæðingu Iians, áleit ég, að hann vissi ekkert meira um hættuna en ég og' kaus því að fara fremur eftir mínum eigin tilfinningum en lmns kvíðandi áeggjan. Hann hafði líka selt upp álitleg laun fyrir þjónuslu sína og ég hai'ði alls enga löngun lil að láta svo skjótt leiða mig frá þessum stað, sem lmfði kostað mig svo mikinn tíma, fyrirhöfn og fjárútlál að heimsækja. An þess að gefa tillögum hans frekari gaum, ákvað ég, ef mögulegt væri, að rann- saka dýpl þessafar jarðsprungu og svo hinar á eftir. I þessu skyni tók ég hraunmola, sem lá ofan á öðrum stærri, bar lmnn að barmi sprungunnar og kastaði honum niður í hana. Eg heyrði steininn hrapa lengi eftir að ég hætti að eygja hann. Dýpið var svo óskap- legt, að skruðningarnir heyrðust víst í eina mínútu og þá virtust þeir fremur dvína vegna fjarlægðarinnar en þess, að steinninn hefði náð marki sínu. Þetta ægilega dýpi ork- aði ákaflega á mig, og jafnskjótt því að ég hörfaði með hrolli frá sprungunni, steig það- an upp gufuský með brennisteinslykt og úr undirdjúpunum heyrðist þungur dynkur, eins og hleypt hefði verið af fallbyssu niðri í jörðinni. Þessar aðfarir náttúruaflanna kveiktu þá ósk í brjósli mér að flýja, og í heim tilgangi hafði ég snúið mér við, þegar jörðin undir fótum mér tók allt í einu að lyfta sér, skjálfa og hrynja. Ég dalt og reyndi ég skríðandi að l'orða mér frá hræðilegum örlögum, jafn- framl því sem ég bað heitt l'yrir mér, en þá festust fætur mínir allt í einu milli tveggja hrynjandi kletta, og án þess þó að þeir brotnuðu, sátu þeir fastir eins og í þvingu. Þá dundu við brak og brestir, hraunið bak við mig lét undan, svo ég lá fremst á barmi ógurlegrar gjár, sem þegar var fimmtán eða tuttugu feta breið, og' upp úr svörtu hyldýp- inu gusu kæfandi gufur. Hver getur lýst angist slikrar slundar? Þarna hékk ég, varnarlaus bandingi yfir opn- um svelg brennandi undirdjúpa, bíðandi þess l'ullvitandi, að á næsta augnabliki gætu krampadrættir jarðarinnar varpað mér í djúpið. „Hjálp, hjálp! Hjálp fyrir guðs skuld,“ hrópaði ég með örvæntingarinnar krafti. Eg litaðist um eftir fylgdarmanni mínum. Hann var horfinn og ég átti nú enga aðra von en miskunnsemi guðs. Heitar en nokkru sinni fvr bað ég guð að fyrirgefa mér syndir mínar. A næstu sekúndu, næstu mínútu eða næstu klukkustund gat ég búist við að jörðin gleypli mig lifandi, en livort sem það átti að ske l'yrr eða seinna, sá ég engin ráð til að flýja þau örlög, og enn rennur mér kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég' minnist þessa. Ylir mig hvelfdist himinninn, heiður og blár, undir mér gein svart ómælis- djúp og kring um mig svifu hinar kæfandi gufur, sem gerðu mér svima. Drunurnar og hvæsið í undirdjúpunum minntu mig á, að á hverri stundu gat næsti jarðskjálfti komið og þá um leið mín hinzla stund. Mér átti ekki að auðnast að sjá aftur heimili mitt og ástvini, en síðasta hvílurúm mitt átti að verða í Heklugíg. Ég reyndi að losa fætur mína, en ég hefði eins getað reynt að flytja fjall. Þarna lá ég eins og negldur og sá ógn dauðans nálgast. O, guð minn, livílík örlög! Allt í einu heyrði ég óp og get ég ekki lýst tillinningum mínum, er ég sá minn trúa fylgd- armann renna sér niður gígbarminn að veita mér hjálp. Hann liafði lagt á flótta við fyrslu hræringarnar, en sá fljótt að sér og ákvað að snúa við og reyna að frelsa mig, ef mögu- legl væri, jafnvel þótt hann yrði að gjalda með lífi sínu. Guð veitti honum þá umbun, sem hann verðskuldar fyrir það kærleiks- \-erk. „Ég var búinn að aðvara yður, herra,“ sagði bann, þegar liann kom til mín móður og más- andi með starandi augu og óttaldandna með aumkvun í svipnum. „Já, þetta er ekki yðar sök,“ svaraði ég, „fyrirgefið mér aðeins og reynið að frelsa mig.“

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.