Dvöl - 01.04.1948, Side 61

Dvöl - 01.04.1948, Side 61
D VOL 123 og þótt Tea frænka hefði sagt við Bollu frænku og brýnt raustina: Guð minn góður, Bolla, geturðu ekki fengið Hónóríu til að fara í jakkann. Hún heyrir hvort sem er ekki það, sem ég segi. Hún var komin langt fram úr þeim. Börnin þutu framhjá í leik sínum. Þú skalt vera skessan, hrópuðu þau og hnipptu hvort í annað, fólust bak við trjástofna, skríktu og skræktu. Þau líktust Karli Lúðvík, voru sterk, sjálfráð, óhljómvís og óhvikul í augum, þau höfðu engar vansældir í líkaman- um. Það var langt síðan hún hafði fundið nokkur merki þess, að hún væri þeim nauðsynleg. Þvert á móti, það bar við, að þau voru yfirlætisfull gagnvart henni og fyrirlitu hana í og með. Stígurinn, sem hún gekk eftir, lá meðfram grasi vöxnum velli, þar sem grasið var lágt og grænt eins og í túni. Hér og þar stóðu ávalir steinar upp úr grasverðin- um, sem var þéttur í sér og þó fjaðurmagnaður, skapaður til að hreyfa sig frjálst og óhindrað á honum. Fornum þrám hennar óx ásmegin, er hún gekk yfir þessa jörð. Þá bárust harmónikuhljómar frá einum bæjanna. Hópur af ungu fólki hafði safnazt þar saman, til- búið að dansa. Músíkin var í fyrstu leitandi og óviss, en hófst síðan af fullum krafti með Rínarvalsi. Og þau dönsuðu engan venju- legan dans, þau stukku, þau flugu. En þetta var líka áfergur Rínar- vals, þrunginn tillitslausri orku. Slíkur vals fer ekki sporlaust hjá, hann leitar inn á mann, hann var einfaldur og hlaðinn sprengiefni, en fór þó dásamlega vel við þetta kvöld. Hann varð eitt með birki- ilminum og skógarkvakinu, og úr þessu varð eitthvað eggjandi og örvandi, sem hún hafði aldrei fund- ið til .... blóðið í líkama hennar streymdi eftir falli þessa hljóms. Hún nam staðar og vaggaði sér. Hún opnaði lófana og kreppti þá eftir hljómfallinu, þrýsti upp- handleggjunum að síðunum eins og hana kenndi til, það fór titring- ur um axlir hennar, og það dýpk- aði á augum. Nei, sko mömmu, hvernig hún stendur, hrópaði sonur hennar, hann kom þjótandi út úr skógin- um, hljóp einu sinni í kringum hana og síðan yfir völlinn, og systir hans á hæla honum. Með hrópum og skríkjum hurfu þau inn í kjarrið hinum megin. Hún var furðu lostin, því að henni varð sem tvær ókunnar ver- ur hefðu hlaupið framhjá henni. Þetta eru börnin mín, hugsaði hún, en það er svo óskiljanlegt og und- arlegt .... allt er svo undarlegt .... Svo var skyndilega sem hún vaknaði af draumi, leifturskýrri hugsun laust niður í hana. Dansa, hugsaði hún, það er greinilegt, að

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.