Dvöl - 01.04.1948, Page 65

Dvöl - 01.04.1948, Page 65
D VÖL 127 liðlega. Margt liefur dril'ið á dagana og viða er komið við, s\ro að varla væri réttlátt al' lionum að kvarta um fábreytni lífsins. 1 bókinni drepur Steindór á hið helzta. sem við hefur borið á lífsleið hans, og koma þar margir við sögu. Bókin er mjög fjörlega rituð af dirfsku og hispursleysi, sem Steindór á i ríkum mæli, svo skeknum og fleytifullum. að stundum flóir út af — og verður þess vart í þessari bók. En það væri dnuður maður, sem fyndist þessi bók leiðinleg, er liann væri setztur \ið lestur hennar. Fjörið er svo geislandi, frásagnargleðin mikil og leiftur- ljósum brugðið yfir skemmtilegar skyndi- myndir. En margt má þó að finna, ef staðar er numið og betur að gáð. Málið er hirðuleys- islegt víða, frásögnin ekki hnitmiðuð og laus- ungarbragur á mörgu. En það er eins og mað- ur gefi sér ekki tíma Lil að staldra við og veita þessu athygli í lestrinum. Fótaflýtirinn á staksteinum móðunnar er svo mikill, að mað- ur þorir varla að nema staðar af ótta við að missa af sögunni, sem fram hjá flýgur. Og ekki trúi ég öðru en flestum þeim, sem taka sér bókina í hönd þyki gaman og lærdóms- ríkt að sjá einni mannsævi bregða fyrir í svipleiftri á einni kvöldstund. bakka bókina, Steindór. A. K. KvœSasajn, eftir Guttorm J. Guttorms- son. Ulgef. Iðunnarútgáfan, Reykjavík. Iðunnarútgáfan í Reykjavik hefur nú sent á bókamarkaðinn heildarsafn al' kvæðum Vestur-Islendingsins, Guttorms J. Guttorms- sonar. Eru þarna saman komin öll ljóðmæli skáldsins, sem komu út vestan hal's í sér- stökum bókum: Jón Austfirðingur og nokkur smákvæði 190!), Bóndadóttir 1920, Gaman og alvara 1930 og Ilunangsflugur 1944. Auk þess eru í safninu nokkur kvæði, sem áður hafa ekki sézt á prenti. Formála að kvæðasafninu hefur Arnór Sigurjónsson ritað greinagóðan og að ýmsu bráðsnjallau. Gutlormur J. Guttormsson er fæddur í Ameríku, 5. des 1878. og er bóndi að al- vinnu. Hann er eftir aðstæðum eilt hið allra sterkasta dæmi, sem liægt er að benda á. um grómagn skáldmeiðsins íslenzka og lífsþrótt íslenzkrar tungu. Utgefendur kvæðasalnsins eiga þakkir skyldar fyrir að hafa gefið íslenzku þjóðinni belra tækifæri, en lnin áður átti, til ]>ess að glpggva sig á þessu dæmi. Stephan G. Steþhansson sag'ði eitt sinn í liréfi til Guttorms: „Yfirleitt leiðist mér sá söngleikarinn sizt, sem grípur oftast og bezL í sem flesta slrengi." Guttormur grípur í marga strengi. Dæmið er þess vegna fullkomnara. Hann yrkir (3. erindi í kvæðinu: Góða nótt): - Tak þú, svefn, í ástararma alla menn, sem þjást og harma. Legg þinn væng á lukta livarma. Láttu iillum verða rótt. Leyf þeim, draumur, lengi að njóla lífsins, sem i vöku brjóta skipin sín í flök og fljóta fram hjá öllu. — Góða nótt! Þeim, sem framhjá fegurð lílsins fara í vöku. Góða nótt! Hann yrkir um eldfluguna: Og sjálf átlu ljósið, sem lýsir ]>ér bezl, ]ió ljómi við uppsali máni. Ilve gott er, þá húinið á himininn sezt. að hafa enga birlu að láni. Þau hylja sig ljósin og hverfa út i geim. Það húmar í gervöllum álfum. En sárfáum leiðina lýsir í heim það ljós, sem að býr í þeim sjálfum. Og hann kveður: Sorylegt slys: Hann upp í sig bára ætlaði að skoða, en ekki að stofna sér i voða, sem stundum er nær en ætlað er. Þá brá honum svo að sjá hið ljóta, varð sjálfrátt að liopa, en missti fóta og datt öni kjaftinn á sjálfum sér. Guttormur .T. Gultormsson kom til Islands árið 1938 í boði þjóðarinnar. Alþingi veitti fé til þess að bjóða lionum heim. Eftir heimkomuna orti hann kvæði, sem

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.