Valsblaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 7
Margrét Lára Viðarsdóttir við styttuna
sem hún fékk sem íþróttamaður ársins
2007.
eign og íþróttavellir félagsins að Hlíð-
arenda færðir því til skuldlausrar eign-
ar í efnahagsreikningi. Reyndar er miðað
við fasteignamat en ekki byggingakostn-
að en gera má ráð fyrir að raunkostnaður
við þessi nýju mannvirki sé um 1,8 millj-
arðar króna.
Þá er ótalið uppgjör á langtímaskuld-
um félagsins sem fram hefur farið fyr-
ir alllöngu en þær voru áður hátt í 300
milljónir króna.
Þessi framvinda hefur verið ævintýri
líkust og þar hefur fléttan um samstarf
Vals og Valsmanna hf. verið lykillinn að
velgengni.
Rúsínan í pylsuendanum að sinni er að
þann 6. desember sl. tók Knattspyrnu-
félagið Valur við gervigrasvelli sem
byggður hefur verið yst á félagssvæðinu
úr hendi Valsmanna hf. Er þetta í kjölfar
enn eins samnings milli Vals, Valsmanna
hf. og Reykjavíkurborgar sem skrifað var
undir þann 20. ágúst sl. Þessi samningur
er þó aðeins af öðrum toga en fyrri samn-
ingar að því leyti að í honum er verið að
takast á við tafir sem orðið hafa af völd-
um Reykjavíkurborgar við framkvæmd
skipulags í Vatnsmýri með tilheyrandi
kostnaði og óþægindum bæði fyrir Val
og Valsmenn hf.
Vonandi sér fyrir endann á þessum
skipulagsmálum þannig að hægt verði
að ganga endanlega frá uppbyggingu
að Hlíðarenda en ákveðið hefur ver-
ið að fresta byggingu knatthúss um sinn
vegna þeirra óhagstæðu skilyrða sem nú
ríkja á fjármálamörkuðum. Einnig að
atvinnuhúsnæði og íbúðabyggingar rísi í
nágrenni okkar eins og undirbúið hefur
verið og að er stefnt af Valsmönnum hf.
Hefðbundið starf
Öll ævintýri taka enda og nú blasir við
okkur sá veruleiki að reka félagið og
þessi glæsilegu mannvirki við erfið-
ari þjóðfélagsaðstæður en í langan tíma
áður.
Rekstrar- og fjárhagsstaða Vals er nú
mjög sterk og má fullyrða að hún sé með
því besta sem um ræðir í þessum efnum
í íþróttahreyfingunni á íslandi. Þetta ger-
ir félagið betur búið til að takast á við
þær hrikalegu og óvenjulegu efnahagsað-
Sr. Vigfús Þór Arnason blessar nýjan gervigrasvöll
Vals 6. desember 2008. Ólafur Már Sigursson og
Svanur Gestsson styðja við Valsfánann.
11
Valsarar á Olympíuleikunum í Peking
2008 semfengu silfurverðlaun í hand-
knattleik. Óskar Bjarni Óskarsson,
Olafiir Stefánsson, Sigfús Sigurðsson,
Snorri Steinn Guðjónsson og
Einar Þorvarðarson.
stæður sem skapast hafa í samfélagi okk-
ar á undanförnum vikum og mánuðum.
Nú þurfum við að styrkja rekstrar-
lega innviði með aðhaldssömum rekstri,
áherslu á fjölgun iðkenda og bætta þjón-
ustu við þá. Þar kemur nýr gervigrasvöll-
ur að góðum notum. Einnig þarf að huga
að fjölgun félagsbundinna Valsmanna og
nýta hin nýju mannvirki til hins ýtrasta
til að styrkja allt innra starf félagsins.
Það verður meginverkefni okkar og okk-
ar góða starfsfólks á næstu misserum.
Eins og fram hefur komið í fjölmiðl-
um síðustu daga hefur Dagur Sigurðsson
framkvæmdastjóri okkar þegið boð um
að gerast þjálfari hjá þýsku úrvalsdeild-
Börkur Edvardsson
knattspyrnudeildar
ingjuóskum frá KSI við
Vodafonevallarins 25. maí 2008.
Frá vígsluleik Vodafone
vallarins við Fjölni.
Valsblaðið 2008