Valsblaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 40
að steinliggja í Keflavík 5-3. í kjölfar-
ið meiddist svo Guðmundur Benedikts-
son í annarri umferð og átti hann meira
og minna við þessi meiðsl að stríða allt
sumarið. Þegar svo tveir lykilmenn liðs-
ins, þeir Birkir og Pálmi, voru svo seld-
ir til Noregs í atvinnumennsku, var ljóst
að erfitt yrði að verja íslandsmeistara-
titilinn. Enda kom það á daginn og liðið
endaði í 5. sæti deildarinnar eftir ósigur
gegn KR á heimavelli í lokaumferðinni,
sem voru vonbrigði fyrir alla hlutaðeig-
andi Valsmenn.
Sem íslandsmeistarar tók Valur þátt í
undankeppni Meistaradeildar Evrópu og
dróst gegn hinu sterka liði Bate Borisov
frá Hvíta Rússlandi. í fyrri leiknum sem
fram fór í Borisov 15. júlí þá léku okkar
menn skipulagðan og traustan leik lengst
af, en Bate mönnum tókst að skora tvö
mörk undir lok leiksins. í seinni leiknum
var það sama uppi á teningnum, okkar
menn stóðu sig vel mestallan leikinn, en
andvaraleysi í upphafi leiks kostaði mark
og því var vonin um frekara brautargengi
í Evrópukeppninni úti að þessu sinni.
Meistaraflokkur kvenna
Meistaraflokksráð kvenna tók til starfa á
miðju sumri 2008 og gerðu það af mik-
illi fagmennsku. Það voru Oddný Anna
Kjartansdóttir, Vala Smáradóttir, Eva
Halldórsdóttir, Kjartan Orri Sigurðsson
og Þórður Jensson sem komu að kvenna-
ráðinu og þökkum við þeim innilega fyr-
ir ómetanlegt starf. Starf ráðsins gekk
mjög vel, mikil og góð stemning náðist á
áhorfendapöllunum í sumar hjá stelpun-
um og mæting með eindæmum góð. Val-
ur er og verður vagga kvennaknattspyrnu
á íslandi og er það ánægjulegt þegar
árangur meistaraflokks er jafn glæsilegur
og raun var á liðnu sumri og ætti að vera
hvatning til að halda áfram á sömu braut.
Árið 2008 var viðburðaríkt hjá meist-
araflokki kvenna. Snemma á árinu var
liðinu boðið til þátttöku í vel þekktu
alþjóðlegu innanhúsmóti í þýskalandi.
Mótið var hin mesta skemmtun og spilað
var fyrir fullu húsi í hverjum leik. Liðið
hafnaði í 3.-4. sæti eftir tap í vítaspyrnu-
keppni í undanúrslitum. Margrét Lára
var valin besti leikmaður mótsins og
Guðbjörg Gunnarsdóttir besti markvörð-
urinn. Liðið tók að vanda þátt í Reykja-
víkurmóti, þar bar Valur sigur úr býtum
og það án þess að fá á sig mark í mótinu.
Lengjubikarinn tók þá við og liðið spil-
aði vel og var á góðu róli. l.apríl í leik
gegn KR varð liðið fyrir áfalli þegar
Guðbjörg Gunnarsdóttir sleit hásin sem
varð til þess að hún var frá keppni fram
í september. Tveimur vikum síðar sleit
Guðný Björk Óðinsdóttir krossband.
Lengjubikar endaði svo þannig að Val-
ur hafnaði í 2. sæti eftir tap í úrslitaleik
gegn KR.
Mikil eftirvænting var fyrir Islands-
mótinu. Það var ekki síður mikil eftir-
væntingin að spila Vodafonevellinum en
liðið þurfti að bíða eftir því fram til 3.
júní en biðin var vel þess virði. Hápunkt-
ur sumarsins var án efa heimaleikur gegn
KR þar sem að liðið vann 2-1 sigur á KR
í frábæru veðri fyrir framan 850 manns.
Það var svo þann 13. september sem
fyrsti íslandsmeistaratitillinn leit dagsins
ljós á Vodafonevellinum, Katrín Jónsdótt-
ir fyrirliði tók á móti bikarnum góða eftir
frábæran 8-0 sigur á liði Stjörnunnar.
Bikarkeppni KSI
Valur komst í úrslit bikarkeppninn-
ar 2008, á leið þeirra þangað lagði lið-
ið Keflavík og Stjömuna öruggléga. Það
var svo lið KR sem sigraði í úrslitaleik
bikarkeppninnar 2008.
UEFA Cup
Sem ríkjandi meistarar þá tók liðið þátt
í Evrópukeppni félagsliða. Liðið hóf
leik í Slóvakíu. Stelpurnar fóru á kost-
um og sigruðu sína leiki örugglega með
markatöluna 23-3, Margrét Lára skoraði
6 mörk og hún ætlaði að verja titil sinn
sem markahæsti leikmaður Evrópu frá
2007. Eftir frábæra frammistöðu í Sló-
vakíu var ferðinni heitið til Umeá í Sví-
þjóð. Það beið krefjandi verkefni en lið-
ið hafði sett sér markmið og var hvergi
bangið. í riðlinum vom fyrrum Evrópu-
meistarar Umea, Ítalíumeistarar Bardol-
inu Verona og Alma frá Kazhakstan. Lið-
ið var nálægt því að fara áfram í 8-liða
úrslit eða einu marki.
Leikmannamál:
Komnar: Sif Rykær Skovbakken Dan-
mörk, Randi Wardum KÍ Færeyjar,
Helga Sjöfn Jóhannesdóttir Stjarnan,
Sophia Mundy Aftureldingu og Kristín
Ýr Bjarnadóttir sneri til baka eftir hlé.
Farnar: María Rós, Andrea Ýr og Anna
Garðarsdóttir fóru á lán til Aftureldingar.
Linda Rós til Keflavíkur.
Valsblaðið 2008