Valsblaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 6
Vodafone hollin Hlíðarenda
Fyrirliðar íslandsmeistara Vals, 2007
með uppskeruna. Frá vinstri: Sigurbjörn
Hreiðarsson, knattspyrnu, Olafur
Haukur Gíslason, handknattleik og
Katrín Jónsdóttir, knattspyrnu.
JtM
LB
rl Ax jjj. A '[íf’i mm 9
Oflug starfsemi á erfiðum tímum
Ársskýrsla félagsstjórnar árið 2008
Stjórnun félagsins
Þar sem aðalfundur félagsins árið 2007
fór ekki fram fyrr en þann 19. desemb-
er 2007 var farið yfir ýmsa viðburði af
starfsárinu 2007 í ársskýrslu aðalstjórn-
ar sem birtist í síðasta Valsblaði A þeim
aðalfundi voru gerðar breytingar á sam-
þykktunum til að fella saman lög félags-
ins og ákvarðanir sem teknar höfðu ver-
ið um breytt skipulag og starfshætti þess.
Var ný félagsstjórn kosin á þessum aðal-
fundi í samræmi við hinar nýbreyttu sam-
þykktir. Var hún þannig skipuð.
Grímur Sæmundsen, formaður
Hörður Gunnarsson, varaformaður
Karl Axelsson, meðstjórnandi
Hermann Jónasson, meðstjórnandi
Börkur Edvardsson, formaður knatt-
spyrnudeildar afrekssviðs
Lárus Blöndal.formaður körfuknattleiks-
deildar afrekssviðs
Stefán Karlsson, formaður handknatt-
leiksdeildar afrekssviðs
Á starfsárinu urðu þær breytingar að
Stefán Karlsson tók við starfi fjármála-
stjóra Vals af Braga Bragasyni og hætti
þá sem formaður hkd. afrekssviðs og
Sveinn Stefánsson tók við sem formaður
hkd. Á aðalfundi þann 17. september sl.
var þessi sama stjórn síðan endurkjörin.
Árið 2007 var eitt glæsilegasta afreks-
ár í sögu Knattspyrnufélagsins Vals. Við
hömpuðum íslandsmeistaratitlum í m.fl.
karla í handknattleik, m.fl. karla í knatt-
spyrnu og m.fl. kvenna í knattspyrnu. Öll
önnur íþróttafélög á Islandi hefðu tal-
ið sig fullsæmd af einum þessara þriggja
titla. Það var eiginlega súrrealískt að
fá jólakort frá Val fyrir jólin 2007 með
mynd af fyrirliðunum þremur skælbros-
andi með allar dollurnar.
Ekki tókst að fylgja eftir þessum ein-
stæða árangri á þessu ári en engu að síður
hefðu flestir Valsmenn á árum áður unað
vel við að landa bikarmeistaratitli í hand-
knattleik karla og enn einum íslands-
meistaratitli í knattspyrnu kvenna eins
og við Valsmenn gerðum á yfirstandandi
keppnisári.
Þá eru árin 2007 og 2008 uppskeru-
ár mestu framkvæmda í sögu félagsins
en félagið tók í notkun nýtt íþróttahús
og félagsaðstöðu þann 25. ágúst í fyrra
og nýja áhorfendastúku og keppnisvöll
í knattspyrnu þann 25. maí sl. en hönn-
un þessara mannvirkja hefur brotið blað í
þeim efnum hér á landi.
Árinu 2007 lauk með því að Margrét
Lára Viðarsdóttir, knattspyrnukona og
íþróttamaður Vals 2006 var endurkjörin
þeirri heiðursnafnbót á gamlársdag árið
2007 og þá var hún einnig kjörin íþrótta-
maður ársins 2007 af samtökum íþrótta-
fréttaritara.
Þar bættist hún í fríðan hóp Valsmanna
og kvenna sem hlotið hafa þessa heiðurs-
nafnbót en Valur er í algjörum sérflokki
íslenskra íþróttafélaga hvað þessa heið-
ursnafnbót varðar í flokkaíþróttum.
Uppbygging að Hlíðarenda
Eins og fram kemur í ársreikningi Vals
fyrir árið 2007 hafa eignir félagsins vaxið
gríðarlega á síðasta ári en nú er ný fast-
Sigurður Eggertsson „gleðigjafi" fagnar
bikarmeistaratitli vorið 2008 í hand-
knattleik.
6
Valsblaðið 2008