Valsblaðið - 01.05.2008, Page 54
Sigurbjöm Hreiðarsson fyrirliði
tekur við hamingjuóskurrifrá Arna
Pétri Jónssyni, forstjóra Vodafone á
Islandi fyrir vígsluleikinn við Fjölni.
imymí li RT^i n l\ 1 r.ji I lll imi 11 ■ 11 Tjf
1 1 1 | I | • 111 M 1 ■ Lr Jjfil m [I | m
% mm reí HN i B _ ,^|
':.:Á í ■
pyr3
Ávarp Gríms Sæmundsen formanns
Vals
Ágæti borgarstjóri, Ólafur F. Magnús-
son, heiðursfélagar Vals, Jóhannes Berg-
steinsson og Sigurður Ólafsson, ágætu
Valsmenn, aðrir góðir gestir.
Ég býð ykkur öll velkomin til þess-
arar hátíðarstundar að Hlíðarenda. Við
erum hér saman komin á afmælisdegi sr.
Friðriks Friðrikssonar aðalhvatamanns
að stofnun Vals og fyrsta heiðursfélaga
félagsins. Sr. Friðrik Friðriksson fæddist
þennan dag árið 1868 og fögnum við því
140 ára ártíð hans í dag. Það er vel við
hæfi að þessi stóri dagur í sögu Vals fari
saman við afmæli sr. Friðriks.
Við erum nú að taka í notkun glæsi-
legasta mannvirki í eigu íþróttafélags til
keppni í knattspyrnu á íslandi, en fyrsta
skóflustunga að þeim mannvirkjum sem
við vígjum hér í dag var tekin þann 15.
júní 2005. Þessum leikvangi er ætlað
að skapa Valsmönnum bestu mögulegu
aðstöðu til margra sigra og Islandsmeist-
aratitla í knattspyrnu á komandi árum.
Valsmenn hafa sparkað bolta að Hlíð-
arenda síðan fyrsti knattspyrnuvöll-
ur félagsins var vígður hér af sr. Friðrik
Friðrikssyni þann 1. september 1949. í
ár eigum við Valsmenn því 59 ára starfs-
afmæli að Hlíðarenda. Valsmenn voru
fyrstir til þess árið 1983 að spila heima-
leiki sína í knattspyrnu karla á eigin
heimavelli hér að Hlíðarenda en til þess
tíma höfðu allir leikir Reykjavíkurlið-
anna farið fram á Melavelli eða á Laug-
ardalsvelli.
Þessi gamli heimavöllur blasir við
ykkur hér úr hinni nýju glæsilegu stúku.
Þaðan eigum við Valsmenn margar góð-
ar minningar. Það er tímanna tákn að
horfa yfir til þessa gamla keppnisvallar
og heldur er nú stúkan þar hrörleg mið-
að við það glæsimannvirki sem þið sitjið
nú í, en um leið áminning um og saman-
burður við fortíðina - sögu Vals.
Þessi gamli keppnisvöllur mun nú brátt
hverfa undir nýtt knatthús og stúku sem
mun taka 1800 manns í sæti en hún verð-
ur tengd knatthúsinu með sama hætti og
nýja stúkan okkar hér er tengd íþrótta-
húsinu. Þegar þessu verður lokið verðum
við með leikvang með sæti fyrir rúmlega
3000 manns. Sannkallaðan Valsleikvang.
Þá er verið að byggja gervigrasvöll hér
utar í mýrinni eins og menn sjá og verður
hann tilbúinn til notkunar nú í haust.
Sú uppbygging, sem við erum hér vitni
að, er ávöxtur farsæls samstarfs Knatt-
spymufélagsins Vals og Reykjavíkur-
borgar, sem hófst formlega með undir-
ritun samnings Reynis Vignis þáverandi
formanns Vals og Ingibjargar Sólrún-
ar Gísladóttur þáverandi borgarstjóra
þann 11. maí 2002 um makaskipti á landi
vegna færslu Hringbrautar, breytta land-
notkun á Hlíðarendareit og framtíðar-
uppbyggingu á félagssvæði Vals að Hlíð-
arenda. Þar hófst sameiginleg vegferð
Vals og Reykjavíkurborgar og síðar Vals-
manna hf um uppbyggingu á Hlíðarenda-
reit, sem enn sér ekki fyrir endann á og
mun verða þessum aðilum öllum til mík-
ils sóma, þegar upp verður staðið.
I þessu efni höfum við Valsarar verið
svo heppnir að njóta þekkingar, reynslu
og ódrepandi áhuga Brynjars Harðar-
sonar stjórnarformanns Valsmanna hf á
framtíðarskipulagi Hlíðarendareits og
Vatnsmýrar og þeirn möguleikum sem
þar felast. Ég vil nota þetta tækifæri til
að þakka Brynjari frábær störf fyrir Val
og Valsmenn hf á þessum vettvangi.
Enn skal minnt á, hver er hinn raun-
verulegi aðdragandi þess, að við stönd-
um hér í dag. Það er ótrúleg framsýni og
frumkvæði forystumanna Vals á 4. ára-
tug síðustu aldar, sem tóku ákvörðun um
að kaupa Hlíðarenda, en gengið var frá
þeim kaupum þann 10. maí 1939.
„Hugsjónir okkar um fullkomnun stað-
arins í framtíðinni verða að vera háleitar
og miklar. Við verðum að gera til hans
meiri kröfur en nokkum tíma hafa ver-
ið gerðar hér á landi í þessum efnum, svo
54
Valsblaðið 2008