Valsblaðið - 01.05.2008, Side 54

Valsblaðið - 01.05.2008, Side 54
Sigurbjöm Hreiðarsson fyrirliði tekur við hamingjuóskurrifrá Arna Pétri Jónssyni, forstjóra Vodafone á Islandi fyrir vígsluleikinn við Fjölni. imymí li RT^i n l\ 1 r.ji I lll imi 11 ■ 11 Tjf 1 1 1 | I | • 111 M 1 ■ Lr Jjfil m [I | m % mm reí HN i B _ ,^| ':.:Á í ■ pyr3 Ávarp Gríms Sæmundsen formanns Vals Ágæti borgarstjóri, Ólafur F. Magnús- son, heiðursfélagar Vals, Jóhannes Berg- steinsson og Sigurður Ólafsson, ágætu Valsmenn, aðrir góðir gestir. Ég býð ykkur öll velkomin til þess- arar hátíðarstundar að Hlíðarenda. Við erum hér saman komin á afmælisdegi sr. Friðriks Friðrikssonar aðalhvatamanns að stofnun Vals og fyrsta heiðursfélaga félagsins. Sr. Friðrik Friðriksson fæddist þennan dag árið 1868 og fögnum við því 140 ára ártíð hans í dag. Það er vel við hæfi að þessi stóri dagur í sögu Vals fari saman við afmæli sr. Friðriks. Við erum nú að taka í notkun glæsi- legasta mannvirki í eigu íþróttafélags til keppni í knattspyrnu á íslandi, en fyrsta skóflustunga að þeim mannvirkjum sem við vígjum hér í dag var tekin þann 15. júní 2005. Þessum leikvangi er ætlað að skapa Valsmönnum bestu mögulegu aðstöðu til margra sigra og Islandsmeist- aratitla í knattspyrnu á komandi árum. Valsmenn hafa sparkað bolta að Hlíð- arenda síðan fyrsti knattspyrnuvöll- ur félagsins var vígður hér af sr. Friðrik Friðrikssyni þann 1. september 1949. í ár eigum við Valsmenn því 59 ára starfs- afmæli að Hlíðarenda. Valsmenn voru fyrstir til þess árið 1983 að spila heima- leiki sína í knattspyrnu karla á eigin heimavelli hér að Hlíðarenda en til þess tíma höfðu allir leikir Reykjavíkurlið- anna farið fram á Melavelli eða á Laug- ardalsvelli. Þessi gamli heimavöllur blasir við ykkur hér úr hinni nýju glæsilegu stúku. Þaðan eigum við Valsmenn margar góð- ar minningar. Það er tímanna tákn að horfa yfir til þessa gamla keppnisvallar og heldur er nú stúkan þar hrörleg mið- að við það glæsimannvirki sem þið sitjið nú í, en um leið áminning um og saman- burður við fortíðina - sögu Vals. Þessi gamli keppnisvöllur mun nú brátt hverfa undir nýtt knatthús og stúku sem mun taka 1800 manns í sæti en hún verð- ur tengd knatthúsinu með sama hætti og nýja stúkan okkar hér er tengd íþrótta- húsinu. Þegar þessu verður lokið verðum við með leikvang með sæti fyrir rúmlega 3000 manns. Sannkallaðan Valsleikvang. Þá er verið að byggja gervigrasvöll hér utar í mýrinni eins og menn sjá og verður hann tilbúinn til notkunar nú í haust. Sú uppbygging, sem við erum hér vitni að, er ávöxtur farsæls samstarfs Knatt- spymufélagsins Vals og Reykjavíkur- borgar, sem hófst formlega með undir- ritun samnings Reynis Vignis þáverandi formanns Vals og Ingibjargar Sólrún- ar Gísladóttur þáverandi borgarstjóra þann 11. maí 2002 um makaskipti á landi vegna færslu Hringbrautar, breytta land- notkun á Hlíðarendareit og framtíðar- uppbyggingu á félagssvæði Vals að Hlíð- arenda. Þar hófst sameiginleg vegferð Vals og Reykjavíkurborgar og síðar Vals- manna hf um uppbyggingu á Hlíðarenda- reit, sem enn sér ekki fyrir endann á og mun verða þessum aðilum öllum til mík- ils sóma, þegar upp verður staðið. I þessu efni höfum við Valsarar verið svo heppnir að njóta þekkingar, reynslu og ódrepandi áhuga Brynjars Harðar- sonar stjórnarformanns Valsmanna hf á framtíðarskipulagi Hlíðarendareits og Vatnsmýrar og þeirn möguleikum sem þar felast. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka Brynjari frábær störf fyrir Val og Valsmenn hf á þessum vettvangi. Enn skal minnt á, hver er hinn raun- verulegi aðdragandi þess, að við stönd- um hér í dag. Það er ótrúleg framsýni og frumkvæði forystumanna Vals á 4. ára- tug síðustu aldar, sem tóku ákvörðun um að kaupa Hlíðarenda, en gengið var frá þeim kaupum þann 10. maí 1939. „Hugsjónir okkar um fullkomnun stað- arins í framtíðinni verða að vera háleitar og miklar. Við verðum að gera til hans meiri kröfur en nokkum tíma hafa ver- ið gerðar hér á landi í þessum efnum, svo 54 Valsblaðið 2008
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.