Valsblaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 21
Vil vinna
/U1AT1TU
semcraíMi
Elvar FPlðPiksson ep ZZja ána og leikup handbolta
meö meistaraflokhi
Nám: Lögfræði í HR í 2 ár, tók mér pásu
og er að vinna hjá Nova í vetur.
Kærasta: Nei.
Einhver í sigtinu: Já.
Hvað ætlar þú að verða: Farsæll, ham-
ingjusamur og gera það sem veitir mér
ánægju.
Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í
handboltanum: Mætt á leiki, með góðu
spjalli og stutt mig ef mig hefur vantað
eitthvað.
Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl-
skyldunni: Amór litli frændi minn, marg-
faldur meistari í skíðagöngu á ísafirði.
Hvað gætir þú aldrei hugsað þér að
verða: Að vinna hjá Ríkisskattstjóra.
Stjörnuspá þín fyrir næsta ár: Valur
Islands- og bikarmeistari.
Af hverju handbolti: Eina vitið.
Af hverju Valur: Hef búið í Hlíðunum
síðan ég var 5 ára, lá beinast við.
Helstu afrek í öðrum íþróttagreinum:
Úff, veit það ekki, ekki úr miklu að velja.
Þegar við unnum Pepsi mótið á Akranesi
þegar ég var í marki í fótbolta, hef senni-
lega verið svona 10 ára.
Eftirminnilegast úr boltanum: Næst-
markahæstur á EM í Serbíu, úrslitaleik-
ur við Fram í 4. flokki, úrslitaleikur við
Víking í 2. flokki, íslandsmeistari með
meistaraflokki 2007, bikarmeistari í fyrra
og sigur á Celje Lasko í Vodafonehöll-
inni í fyrra.
Hvernig var síðasta tímabil: Fínt, bik-
armeistarar og unnum Celje. En hefð-
um alveg mátt sýna meiri stöðugleika og
standa okkur betur í heildina.
Ein setning eftir tímabilið: Það fer í
„experience bank“
Hvernig gengur í vetur: Það gengur
mjög vel, en sumt sem má laga eins og
staðan er núna.
Hver eru markmiðin í handboltanum í
Val á þessu tímabili: Vil vinna alla titla
sem eru í boði.
Besti stuðningsmaðurinn: Konni.
Skemmtilegustu mistök: Skemmtileg-
ustu mistök sem ég hef orðið vitni að í
leik, eru þegar Pálmar markmaður varði
bolta og ætlaði að standa upp og kasta
boltanum fram, en það vildi ekki betur til
en svo að hann missti boltann í gegnum
klofið á sér inn í markið. Fyndna var að
þetta var sjónvarpsleikur og sjálfsmarkið
var endursýnt hægt aftur og aftur.
Eftirminnilegasti þjálfarinn: Hannes
Jón, snarruglaður.
Fyndnasta atvik: Það eru tvö sem standa
upp úr í mínum huga annað er það þeg-
ar Heimir Árna fór beint í sjónvarpsvið-
tal eftir leik. Hann hefur sennilega verið
of ákafur í vatn því þegar hann steig inn
í viðtalið þá hékk dinglandi slef niður af
hökunni á honum og hann var með það
allt viðtalið. Fréttamaðurinn gerði heiðar-
lega tilraun til þess að ná því með mækn-
um en það tókst ekki.
Ætli hitt sé ekki þegar við unnum Celje
og allir voru að fagna á öðrum vallar-
helmingnum og þá sést Óskar á hlaupum
fagnandi, hoppandi og gargandi á hinum
helmingnum einn síns liðs.
Stærsta stundin: íslands- og bikarmeist-
ari í meistaraflokki og fyrsti unglinga-
landsliðsleikurinn.
Athyglisverðasti leikmaður í meistara-
flokki karla hjá Val: Pálmar Pétursson,
gerast ekki meira orginal.
Hvað lýsir þínum húmor best: Steiktur.
Mottó: Lífið er stuttur draumur.
Við hvaða aðstæður líður þér best:
í góðra vina hópi og þegar gengur vel í
leik.
Skemmtulegustu gallarnir: Get verið
skemmtilega utan við mig.
Fullkomið laugardagskvöld: Gisele
Búndchen, góður matur og fallegt
umhverfi.
Landsliðsdraumar þínir: Fara alla leið
í þeim málum.
Besti söngvari: Eddy Wedder.
Besta hljómsveit: Band of Horses,
Kings of leon og Pearl jam.
Besta bíómynd: Etemal sunshine of the
spotless mind, Crash og Into the wild.
Besta bók: Óbærilegur léttleiki tilver-
unnar.
Besta lag: Champagne Supernova með
Oasis.
Uppáhaldsvefsíðan: mbl.is.
Uppáhaldsfélag í enska boltanum:
Arsenal.
Uppáhalds erlenda handboltafélagið:
Flensburg.
Ef þú yrðir að vera einhver annar:
Christian Bale
Nokkur orð um núverandi þjálfara:
Metnaðarfullur, hæfur, ósérhlífinn, fynd-
inn.
Ef þú værir alvaldur í Val hvað mynd-
ir þú gera: Ekkert, mér finnst allt starf
sem unnið hefur verið til fyrirmyndar.
Nokkur orð um nýju aðstöðuna á
Hlíðarenda: Hún er algjör snilld, besta
aðstaða á landinu.
Valsblaðið 2008
21