Valsblaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 84
Eftir Þórarin Björnsson
guðfræðing
140 ár frá fæðingu séra Friöriks Friðrikssonar:
Deilan um „íslandshornið" og
samdrykkjan í „Valhöll"
Brot ár sögu Vals árin 1917-1918 og sýn sára Friðriks Friðrikssonar á
uppeldislegt og siðferðislegt gildi knattspyrnunnar
Mánudaginn 25. maí 1868 fæddist séra
Friðrik Friðriksson að Hálsi í Svarfaðar-
dal. í ár eru því 140 ár liðin frá fæðingu
þessa ástsælasta æskulýðsleiðtoga sem
ísland hefur alið. Árið 1899 stofnaði séra
Friðrik bæði KFUM og KFUK í Reykja-
vík en þau félög áttu ríkan þátt í öflugri
félagslegri og trúarlegri vakningu í höf-
uðstað íslands í byrjun 20. aldar. Inn-
an KFUM spruttu til dæmis fram efni-
legir félagssprotar á borð við lúðrasveit,
karlakór, skátafélag, jarðræktarflokk og
fótboltafélög. Sumir þessara sprota urðu
síðar sjálfstæð og stöndug tré með mörg-
um burðugum greinum. Þar á meðal var
Fótboltafélag KFUM sem stofnað var í
maí 1911, betur þekkt sem Knattspyrnu-
félagið Valur í dag. f eftirfarandi sam-
antekt gerir Þórarinn Björnsson guð-
fræðingur grein fyrir deilum sem urðu
um Islandshorn Valsmanna árið 1917 og
athyglisverðri knattspyrnuræðu sem séra
Friðrik flutti haustið 1918. Þórarinn hef-
ur á undanförnum árum rannsakað upp-
haf sögu KFUM og KFUK á íslandi, þar
á meðal fyrstu árin í sögu Vals og þær
uppeldislegu og siðferðislegu hugsjónir
sem séra Friðrik Friðriksson hafði í sam-
bandi við knattspyrnuiðkun Valsmanna.
Heimkoma séra Friðriks on
vangaveltur hans um fordiid á
kappmótum
Um miðjan október 1916 kom séra Frið-
rik Friðriksson heim til íslands frá Amer-
íku eftir að hafa starfað við kristilegt
æskulýðsstarf á meðal Vestur-fslendinga
í tæp þrjú ár. Friðrik segir að það hafi
valdið sér vonbrigðum við heimkomuna
að sjá að Valsmenn voru „orðnir óðir og
uppvægir að taka þátt í kappleikjum". Að
hans mati var meira um vert að íþróttin
væri ástunduð „vegna íþróttarinnar sjálfr-
ar, en ekki vegna fordildar á kappmót-
um.“ í því ljósi var það honum viss fróun
þegar Valsmenn biðu „rækilegan ósigur".
Ekki svo að skilja að hann hafi hlakkað
yfir óförum þeirra heldur leit hann á það
sem vænlega leið til þroska. Kærleik-
ur Friðriks til Valsmanna var sem fyrr
fölskvalaus enda kveðst hann háfa unn-
að Val „betur en nokkurri annarri grein á
félagsstofninum.“2
Á aðalfundi Vals í apríl 1917 var séra
Friðrik viðstaddur. Þar óskaði hann
félaginu heilla og hét stuðningi sínum
en áminnti menn jafnframt um að keppa
fyrst og fremst „eftir hinum æðri sigur-
launum“.3 Fyrr um vorið stýrði Frið-
rik einnig samsæti sem Valur hélt í húsi
KFUM við Amtmannsstíg. Þar flutti Þor-
valdur Guðmundsson bóksali fyrirlest-
ur en ýmsir fleiri stigu í pontu. Að lokum
endaði séra Friðrik fundinn sem liðlega
þrjátíu manns sótti.4 Þetta sýnir að Frið-
rik lét sér annt um starf Vals fyrst eftir að
hann kom að utan.
Sumarið 1916 hafði starf Vals gengið
vel. Liðið var komið í hóp hinna bestu,
fullorðnum meðlimum hafði fjölgað og
stofnuð var yngri deild innan félagsins
sem hafði mikla þýðingu þegar fram liðu
stundir. En brátt sáust blikur á lofti. Sum-
arið 1917 trufluðu framkvæmdir við nýja
loftskeytastöð á Melunum æfingar Vals-
manna og fleira varð þess valdandi að
gengi félagsins dalaði. Leikmannahóp-
urinn tók að strjálast og fjárhagsstaðan
versnaði.
Séra Friðrik Friðriksson í hópi pilta sem áttu sœti í úrvali yngstu deildar KFUM vorið
1911, sama vor og Valur var stofnaður. Flestir „úrvals"-piltarnir voru íhópi frum-
kvöðla Vals. A myndinni eru standandi frá vinstri: Arsœll Gunnarsson, Guðmundur
Kr. Guðjónsson, Guðbjörn Guðmundsson, Stefán Olafsson, Hallur Þorleifsson, Ingvar
Arnason, Kristján Gíslason og Jóhannes Sigurðsson. Sitjandi frá vinstri: Brynjólfur
Magnússon, Halldór Kolbeins, Friðrik Friðriksson, Loftur Guðmundsson og Páll V.
Guðmundsson (Kolka).
84
Valsblaðið 2008