Valsblaðið - 01.05.2008, Page 96

Valsblaðið - 01.05.2008, Page 96
Þér eruð salt jarðar. Efsaltið dofnar, með hverju á að selta það? Matteus 5-13 Daginn sem ólympíufararnir óku í opnum vagni niður Skólavörðustíg og Banka- stræti voru 111 ár, upp á dag, frá heim- komu Friðriks Friðrikssonar. „Strákarnir okkar“ höfðu unnið sigur og leið þeirra lá niður brattan stíginn. Þjóðin hyllti þá á Arnarhóli. Þennan sama dag 1897 lá leiðin úr flæðarmálinu upp Bankastræti og Skóla- vörðustíg. Þrír strákar riðu niður Bakara- brekkuna. Hann þekkti þann sem fremst- ur fór og gekk að hestinum til að heilsa, strákurinn beygði sig niður, setti aðra höndina um hálsinn á Friðrik og kyssti. Mér fannst ísland bjóða mig velkom- inn heim, sagði Friðrik, sem var að hefja göngu, upp brattan stíginn, til þess að leggja grunn að sigri. Heima á Skólavörðustíg var hann einn í undarlegri kyrrð. Það var yfir honum ró því hann hafði fundið sitt markmið. Friðrik vissi til hvers hann ætlaði að ráð- stafa lífi sínu en hann vissi ekki hvernig best yrði staðið að verki og lagði í Guðs hendur að finna lausn á því. Markmið Friðriks var að leiða „dreng- ina sína“ á vegi Guðs. Hann ætlaði að kenna þeim að leita fyrst Guðs rík- is og færa það svo inn í alla hluti. Inn í vinnu sína og verk, inn í félagslíf, leiki, skemmtanir, kærleikann og öll mannleg samskipti. Hans markmið var að þroska hverskyns fullkomnun í lífi drengjanna. Séra Friðrik gerði margt og lifði lengi. Þegar Valur var 2ja mánaða fór hann í sunnudagsgöngu með „drengina sína“ upp að Lágafelli. Hann hafði búið sig undir ferðina af kostgæfni og samið fyr- ir þá heimsbókmenntir, ræðu sem hann nefnir: „Sursum Corda.“ Þegar komið var á Lágafell var farið fyrst í litlu kirkj- una til stuttrar guðsþjónustu. Þar flutti sr. Friðrik ræðu sína og upphaf hennar er svona: Þegar Jesú sagði: „Lítið tilfugla himinsins" þáfelst einnig íþessum orðum það að við eigum að hlusta á þá. Á blíðum sumardögum getum við bœjarbúar við og við fengið tœkifœri til þess að hlusta á þá predikun sem þeir halda fyrir okkur með kvaki sínu og söng. Hlustum því á þá í dag og heyrum hvað þeir hafa að segja okk- ur. 1 dag erum við komnir út úr bœn- um til þess að gleðjast yfir íslenskri sumarnáttúru. Fuglar og grös eiga að halda aðalpredikunina fyrir okk- ur í dag. Að endaðri stuttri guðs- þjónustu hér inni, göngum við úr þessari litlu kirkju út í helgidóm nátt- úrunnar, musterið mikla, sem ekki er gjört með höndum manna; gólf- ið er hin grama jörð, súlur og stólp- ar hin háreistu fjöll, hvelfingin hinn blái himinn. Og við göngum uppá háan stað, uppá fjallið sem blasir við okkur, en það- an sér vítt yfir land og sjó. Þaðan sjáum við mynd af landslagi Islands; hrikalega tinda, háttgnæfandi jökul, grænar grundir og gráleit hraun, móa og mela, stöðuvötn og streymandi ár. Þegar guðsþjónustunni var lokið og einhverjir voru lagstir í grasið að tyggja strá þá hélt sr. Friðrik áfram fræðslu sinni. Hann var áhugasamur og glað- ur; aldrei uppáþrengjandi eða leiðinleg- 96 Valsblaðið 2008
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.