Valsblaðið - 01.05.2008, Page 96
Þér eruð salt jarðar.
Efsaltið dofnar,
með hverju á að selta það?
Matteus 5-13
Daginn sem ólympíufararnir óku í opnum
vagni niður Skólavörðustíg og Banka-
stræti voru 111 ár, upp á dag, frá heim-
komu Friðriks Friðrikssonar. „Strákarnir
okkar“ höfðu unnið sigur og leið þeirra
lá niður brattan stíginn. Þjóðin hyllti þá
á Arnarhóli.
Þennan sama dag 1897 lá leiðin úr
flæðarmálinu upp Bankastræti og Skóla-
vörðustíg. Þrír strákar riðu niður Bakara-
brekkuna. Hann þekkti þann sem fremst-
ur fór og gekk að hestinum til að heilsa,
strákurinn beygði sig niður, setti aðra
höndina um hálsinn á Friðrik og kyssti.
Mér fannst ísland bjóða mig velkom-
inn heim, sagði Friðrik, sem var að hefja
göngu, upp brattan stíginn, til þess að
leggja grunn að sigri.
Heima á Skólavörðustíg var hann einn
í undarlegri kyrrð. Það var yfir honum
ró því hann hafði fundið sitt markmið.
Friðrik vissi til hvers hann ætlaði að ráð-
stafa lífi sínu en hann vissi ekki hvernig
best yrði staðið að verki og lagði í Guðs
hendur að finna lausn á því.
Markmið Friðriks var að leiða „dreng-
ina sína“ á vegi Guðs. Hann ætlaði að
kenna þeim að leita fyrst Guðs rík-
is og færa það svo inn í alla hluti. Inn í
vinnu sína og verk, inn í félagslíf, leiki,
skemmtanir, kærleikann og öll mannleg
samskipti. Hans markmið var að þroska
hverskyns fullkomnun í lífi drengjanna.
Séra Friðrik gerði margt og lifði lengi.
Þegar Valur var 2ja mánaða fór hann í
sunnudagsgöngu með „drengina sína“
upp að Lágafelli. Hann hafði búið sig
undir ferðina af kostgæfni og samið fyr-
ir þá heimsbókmenntir, ræðu sem hann
nefnir: „Sursum Corda.“ Þegar komið
var á Lágafell var farið fyrst í litlu kirkj-
una til stuttrar guðsþjónustu. Þar flutti sr.
Friðrik ræðu sína og upphaf hennar er
svona:
Þegar Jesú sagði: „Lítið tilfugla
himinsins" þáfelst einnig íþessum
orðum það að við eigum að hlusta á
þá. Á blíðum sumardögum getum við
bœjarbúar við og við fengið tœkifœri
til þess að hlusta á þá predikun sem
þeir halda fyrir okkur með kvaki sínu
og söng. Hlustum því á þá í dag og
heyrum hvað þeir hafa að segja okk-
ur. 1 dag erum við komnir út úr bœn-
um til þess að gleðjast yfir íslenskri
sumarnáttúru. Fuglar og grös eiga
að halda aðalpredikunina fyrir okk-
ur í dag. Að endaðri stuttri guðs-
þjónustu hér inni, göngum við úr
þessari litlu kirkju út í helgidóm nátt-
úrunnar, musterið mikla, sem ekki
er gjört með höndum manna; gólf-
ið er hin grama jörð, súlur og stólp-
ar hin háreistu fjöll, hvelfingin hinn
blái himinn.
Og við göngum uppá háan stað, uppá
fjallið sem blasir við okkur, en það-
an sér vítt yfir land og sjó. Þaðan sjáum
við mynd af landslagi Islands; hrikalega
tinda, háttgnæfandi jökul, grænar grundir
og gráleit hraun, móa og mela, stöðuvötn
og streymandi ár.
Þegar guðsþjónustunni var lokið og
einhverjir voru lagstir í grasið að tyggja
strá þá hélt sr. Friðrik áfram fræðslu
sinni. Hann var áhugasamur og glað-
ur; aldrei uppáþrengjandi eða leiðinleg-
96
Valsblaðið 2008