Valsblaðið - 01.05.2008, Side 51

Valsblaðið - 01.05.2008, Side 51
bær þjálfari, og hef sagt það oft, bæði við hana og í fjölmiðlum. Hún hefur fjöl- marga kosti og er hún kannski allra best í tækniþjálfun. Sem persóna hefur hún gríðarlegt skap. Og ég fullyrði það að hefði hún ekki haft það væri hún ekki þar sem hún er í dag. Vil hér með óska henni alls hins besta hjá hennar nýja félagi Kristianstad." Hvernig líst þér á þjálfarateymið nœsta ár? „Mér líst mjög vel á þjálfara- teymið á næsta ári. Freyr var með okkur í ár og stóð sig mjög vel. Líst vel á hug- myndir hans og þjálfunaraðferðir og varð mjög glöð þegar hann ákvað að fram- lengja samning sinn. Dodda þekki ég frá meistarafokksráðinu, þar sem hann hef- ur unnið mjög gott starf. Hefur mikið vit á fótbolta og verður spennandi að hafa hann með. Oli er náttúrulega með bestu markmannsþjálfurum á landinu og alveg frábært að hann haldi áfram.“ Katrín á eitt ár eftir af samningi sín- um við Val. Hver eru markmið þín í fót- bolta fyrir nœsta tímabil með Val og með landsliðinu? „Markmiðið er alltaf að fara í hvem leik til að sigra. Með Val er að vinna Islandsmeistaratitilinn og bik- armeistaratitilinn. Með landsliðinu er að komast sem allra lengst á EM. Ég hef bullandi trú á okkur. Hver eru mestu vonbrigðin þín hjá Val? „Mestu vonbrigðin með Val vom að komast ekki áfram úr 16 liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í fyrra og svo tapið gegn Bardolino í ár í sömu keppni. Alveg óþolandi að tapa fyrir liði þar sem helmingur leikmanna reykir." Hver er staða kvennaknattspyrnu hér á landi að þínu mati? Hvernig finnst þér starfið í yngri flokkunum hjá Val og hvernig telur þú að megi fá fleiri krakka til að œfa íþróttir? „Kvennaknattspyrnan er alltaf að styrkjast, deildin hefur styrkst til muna og það em að koma upp miklu fleiri góðir leikmenn. Hins vegar eru deildirnar í Svíþjóð, Noregi og Þýska- landi enn þá betri en deildin heima. En bilið styttist óðum. Yngri flokka starf- ið er mjög gott í Val. Ég hef hins veg- ar áhyggjur af því hversu h'tið upptöku- svæðið er. Tel mikilvægt að Valur sem félag verði að vera duglegt að kynna sig, t.d. fara út í skóla og tala við krakkana þar.“ Farsæll fótboltaferill Katrín byrjaði ung að æfa fótbolta og á að baki glæsilegan feril með liðum hér á landi og erlendis. „Ég byrjaði að æfa með Koll í Osló 8 ára gömul. Ég flutt- ist 11 ára gömul til íslands og æfði með Breiðabliki til 1997, að undanskildu einu ári með Stjömunni. Ég fluttist til Noregs og lék með Kolbotn til ársins 2003 og varð m.a. tvívegis Noregsmeistari með þeim. Tók reyndar langa pásu á þessu trmabili. Fluttist til Kristiansand í Nor- egi 2004, en hafði þá lokið við læknis- nám og tók kandidatsárið þar. Spilaði á þessu tímabili með Amazon Grimstad. Kom svo til Vals 2006 og hef spilað þar síðan, lék reyndar 6 leiki með Val tíma- bilið 2004. Hefur þú œft aðrar íþróttagreinar? „Já, ég hef einnig æft fimleika, hand- bolta, körfubolta og frjálsar." Hver er erfiðasti mótherjinn sem þú hefur leikið gegn í fótbolta? „Þetta er erfið spurning. Hef mætt mörgum góðum knattspymukonum. Ætli ég verði ekki að segja Marta hjá Umeá, hún er ótrúleg." Hverjir eru eftirminnilegustu samherj- arnir þínir í landsliðinu og helstu fyrir- myndir í fótbolta? „Það er mjög erfitt að gera upp á milli. Hef spilað með svo mörgum góðum knattspyrnukonum. Hins vegar vil ég nefna það að allar þær sem hafa spilað fyrir íslands hönd eiga mik- ið í þeim árangri sem ísland hefur náð á undanfömum árum. Og þá á ég við alveg til baka til þeirra sem spiluðu fyrsta leik- inn. Þá vom engar hallir og ekkert gervi- gras og aðstæður allar mun verri, og svo ég tali nú ekki um fordóma, en það þótti ekki vera neitt sérstaklega flott ef stelpa var í fótbolta. Þessar konur voru fmm- kvöðlar og eigum við í mikilli þakkar- skuld við þær.“ Eftirminnilegt atvik úr boltanum? „Það „Númer 1, 2 og 3 er að hafa trú á sjálfum sér. “ er þá kannski helst að nefna þegar ég lék bikarúrslitaleik með Kolbotn í Nor- egi 2003. Hélt að staðan væri 2-2 og við á leið í framlengingu. Þegar svo dóm- arinn flautaði af fer hitt liðið að fagna alveg ógurlega og liðið mitt lagðist niður í grasið. Ég skildi ekki neitt en staðan var reyndar 2-1 fyrir þær. Alveg ömurlegt þá en oft hlegið að þessu síðan.“ Hvað er mikilvœgast til að ná árangri í íþróttum? „Númer 1, 2 og 3 er að hafa trú á sjálfum sér. Trúa því að þú get- ir sent góða sendingu, varið skot, sólað, skorað o.s.frv. Þetta er það langmikil- vægasta. Svo er mikilvægt að vera dug- legur að æfa sig, ekki bara á æfingum hjá sinu félagi, heldur líka sjálfur heima. All- ar stelpurnar sem em í landsliðinu hafa gert þetta. Einnig má aldrei gleyma að hafa gaman af því sem maður er að gera. Ef gleðin er ekki til staðar þá er lítið að byggja á. Að lokum verð ég svo að nefna stuðning foreldra og fjölskyldu sem er ótrúlega mikilvægur. Mamma og pabbi fóm strax að sýna þessu áhuga hjá mér og hafa mætt á nánast alla leiki og gera enn. Að auki þjálfaði pabbi mig í mörg ár. Stuðningur þeirra, systkina og síðar meir einnig kærasta hafa skipt mig alveg gríðarlega miklu máli!“ Valsblaðið 2008 51
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.