Valsblaðið - 01.05.2008, Page 83

Valsblaðið - 01.05.2008, Page 83
Strákur frá mér spilaði með meistara- flokki Vals nú í sumar, þ.e. Gunnar Ein- arsson. Hann var hjá mér í yngri flokk- unum. Ég þjálfaði líka pabba hans.“ Hver er skoðun þín á málefnum þjálf- ara? „Þjálfari á til dæmis að vera ein- hvers konar framkvæmdastjóri þess flokks sem hann þjálfar. Hann á að reka starf flokksins ... auðvitað í samstarfi við aðra í félaginu. Yfirþjálfari á til dæm- is einungis að vera umsjónarmaður allra og tengiliður við stjórn félagsins. Hann á ef til vill að hafa umsjón með því hvort þjálfari er að standa sig eða ekki en ekki leggja línurnar í sambandi við þjálfunina. Þjálfarinn er fullfær um það. Hver þjálf- ari hefur líka sínar áherslur og einkenni ef svo má segja. Það á ekki að breyta strúktúr þjálfara sem er ráðinn út á hæfi- leika sína.“ Þegar sannfæring dómara er sú að reka eigi leikmann útaf þá er ekki erfitt að sýna honum rauðaspjaldið Þú varst mjög virkur knattspyrnudóm- ari. „Eg tók dómarapróf í kringum 1962 og dæmdi til ársins 1988. Ég var formað- ur Knattspymudómarafélags Reykjavík- ur í eina tíð og seinna formaður Knatt- spyrnudómarasambandsins. Það var gaman að vera dómari. Ég dæmdi í fleiri ár í meistaraflokki. Það myndast einhver skrápur svo ég tók gagnrýnina ekki svo mikið inn á mig.“ Hvernig fór dómgœslan saman við þjálfunina? „Þetta gat stundum rek- ist á. Annars segi ég að ég sé óalandi í hópi dómara fyrir að bera blak af þjálf- urum og líka óalandi í hópi þjálfara fyrir að bera blak af dómurum. Ég lék svona tveimur skjöldum. Annars held ég að það sé betra að einbeita sér að einu verkefni frekar en að dreifa kröftunum. Ég hefði kannski orðið betri dómari ef ég hefði ekki þjálfað eða betri þjálfari ef ég hefði ekki dæmt.“ Var aldrei erfitt að gefa mönnum rauða spjaldið? „Nei, nei, ... þegar sannfæring þín er sú að reka eigi leikmann út af þá er það ekki erfitt. Stundum finna dómar- ar að þeir hafa gert vitleysu. Þeir eru ekk- ert ánægðir með það. Þá skiptir máli að láta það ekki hafa áhrif á þróun leiksins ... ein vitleysa má ekki leiða af annarri." Þú varst einu sinni línuvörður á Anfield. „Ég fór í eina utanlandsferð sem dómari. Var línuvörður í leik Liver- pool og finnsks liðs á Anfield leikvang- inum. Þetta var fyrsti leikur Liverpool eftir lát hins fræga framkvæmdastjóra Bill Shankleys. Fyrir leikinn var mín- útuþögn til að heiðra minningu hans. Þetta var mjög gaman og gekk mjög vel. Guðmundur Haraldsson dæmdi leikinn. Finnamir gátu nú ekki mikið og töpuðu stórt." Heldurðu að én hafi haft tíma fyrir önnur áhugamal, ha...? Er öll fjölskyldan Valsmenn? „Já, já, ... strákurinn minn Ragnar Helgi hefur þjálfað hjá Val. Hann byrjaði að aðstoða mig. Hann er einmitt nú að þjálfa hjá Val í þriðja sinn. Stelpurnar Halldóra Sjöfn og Edda Bára eru auðvitað Vals- menn. Það er hins vegar ekkert rautt blóð í tengdasyni mínum, Magnúsi Gylfasyni knattspyrnuþjálfara. Ég hef verið hepp- inn með að konan mín, Sigríður Bjarna- dóttir hefur umborið þetta fótboltastúss mitt. Hún starfaði á sínum tíma mik- ið með Valskonum og hlaut silfurmerki Vals. Þá varð ég ánægður því hún er örugglega konan á bak við Valsmanninn eins og við gjarnan segjum. Það er gam- an að geta þess að hún og Sigríður Sig- urðardóttir handboltakempa og íþrótta- maður ársins 1964 eru systkinabörn." Þú hefur nú ekki eingöngu starfað að málefnum knattspyrnu? „Nei, nei. Mitt aðalstarf hefur alltaf tengst bókhaldi. Ég vann nú í yfir 20 ár hjá Héðni og í áratug hjá Flugleiðum en nú starfa ég hjá fyrir- tæki sem nefnist Hreinsitækni.“ Attu þér önnur áhugamál en knatt- spyrnuna? „Áhugamál? Heldurðu að ég hafi haft tíma til þess, ha ...? Jú, ég hef haft gaman af því að tefla, gerði það nokkuð mikið áður en ég fór að þjálfa. Við félagarnir frá því í 2. flokki höfum spilað bridge okkur til skemmtunar allt frá árinu 1965 trúi ég. Þar eru Hans Guð- mundsson, Hrafn Bachmann, Guðmund- ur Pálmar Ögmundsson og ungi maður- inn í hópnum er Lárus Loftsson. Gylfi heitinn Hjálmarsson var svo með okkur fyrir og eftir Kanadadvöl sína.“ Ertu hœttur fótboltastússi? „í dag kem ég að knattspymunni sem áhangandi. Ég fer á alla leiki Vals sem ég kemst á. Þetta er gaman. Ég segi við alla að þeir eigi að koma á völlinn ... nú, ef leikur- inn er lélegur þá réttlæti ég þetta með því að vallarferð sé að minnsta kosti útivera. Það þyrftu miklu fleiri af þessum gömlu Valsmönnum að koma á völlinn bara til að hittast. Aðstaðan hefur aldrei ver- ið betri. Við eigum bestu aðstöðu félags- liðs á landinu. Við þurfum að virkja hina óvirku." Tveir Jyrrverandi þjálfarar meistaraflokks kvenna í knatt- spyrnu fagna íslandsmeisturum Vals í meistaraflokki kvenna frá 1978 til 2008. Róbert Jónsson og Jóhann Larsen. Það má vel öfunda Valsmenn af Valsblaðinu A fortíðin eða saga Vals erindi til nœstu kynslóða? „Saga félagsins skiptir miklu máli. Ég vaknaði til dæmis upp við það, einu sinni þegar ég var að dæma austur á landi að maður gaf sig á tal við mig og segir að við Valsmenn séum öfundsverðir því við eigum svo gott blað, Valsblaðið. Okkur finnst svo margt sjálfsagt sem er það í rauninni ekki. Það má ekki gleyma þessum mönnum sem stóðu að Vals- blaðinu hér á árum áður, Frímanni Helga- syni og Einari Björnssyni. Eða mönnum eins og Friðjóni Guðbjörnssyni sem sá um fjármál blaðsins. Hann var út um all- an bæ að ná í auglýsingar og styrktarlín- ur þannig að hægt yrði að gefa út þetta blað. Seinna kom happafengur frá Vest- mannaeyjum, Jón Kristjánsson. Jón varð verkstjóri í Isafoldarverksmiðju og var Valsblaðið prentað þar í áraraðir. Þær kynslóðir sem nú eru að keppa fyrir félagið verða að þekkja söguna. Það verður eiginlega að kenna mönnum að verða Valsmenn. Unga fólkið verður að hafa einhver kennileiti úr fortíðinni til að miða við. Þegar ég var að þjálfa þurftu allir að vita hver væri formaður félags- ins og formaður deildarinnar. Við þekkt- um að sjálfsögðu vel uppruna Vals. Séra Friðrik var orðinn háaldraður þegar ég gekk í félagið og fer að starfa þar.“ Hvernig viltu sjá Knattspyrnufélagið Val þróast á nœstu árum? „Ég hef alltaf verið hrifinn af því sem Þórður Þorkels- son sagði. Hann sagði: „hvað er Valur? Valur er ég og ... þú ...“ Ég skildi þetta alltaf þannig að menn ættu að standa saman og vera virkir í starfinu. Þetta hef- ur breyst mikið frá því þegar ég var ung- ur. Við verðum að ná því besta út úr öllu því fólki sem starfar fyrir Val. Valsblaðið 2008 83
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.