Valsblaðið - 01.05.2008, Side 95
Framtíðarfólk
Ég ætla að verða
atvinnumaður í körfubolta
Bergup ÁslPáðsson ep 17 ápa og leikup kðrfubolta
með dpengja- og unglingaflokki og meistaraflohhi
Nám: Er á fyrsta ári í Menntaskólanum
við Hamrahlíð.
Kærasta: Ekki sem stendur.
Einhver í sigtinu: Maður hefur nú allt-
af augun opin.
Hvað ætlar þú að verða: Atvinnu körfu-
boltamaður, að sjálfsögðu.
Frægur Valsari í fjölskyldunni: Pabbi
spilaði nú með Val á sínum tíma og þar
af eitt ár með meistaraflokki.
Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig
í körfuboltanum: Þau hafa mætt á leiki,
borgað æfingargjöld og flest annað sem
foreldrar gera til að styðja börnin sín í
íþróttum, auk þess hef ég oft farið með
pabba í körfu utan æfinga.
Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl-
skyldunni: Afi hefur nú alltaf verið í
góðu formi, mikill júdókappi, hlaupari of
fleira.
Stjörnuspá þín fyrir næsta ár: Sigrar,
sigrar og ekkert nema sigrar.
Af hverju körfubolti: Pabbi kom mér í
körfuna á sínum tíma og fyrir það er ég
mjög þakklátur.
Af hverju Valur: Því að pabbi var í Val
og svo á ég einnig heima í Hlíðunum.
Helstu afrek í öðrum íþróttagreinum:
Ég held að ég hafi skorað fjögur mörk
í handbolta í íþróttatíma í fyrra þegar
ég stundaði nám við Hlíðaskóla. Mikið
afrek.
Eftirminnilegast úr boltanum: Það
verður að vera í fyrra þegar Toggi skor-
aði 67 stig í leik gegn Keflavík í 11.
flokki.
Hvernig var síðasta tímabil: Það hefði
getað gengið betur, við vorum óheppnir í
drengja- og unglingaflokki aðeins einum
sigri frá því að komast í úrslitakeppnina í
báðum flokkum.
Ein setning eftir tímabilið: Ég mun ekki
gefast upp.
Hver eru markmiðin í körfuboltanum
í Val á þessu tímabiti: Að byggja upp
sterka liðsheild, sýna metnað og bæta sig.
Svo hjá meistaraflokki karla er það auð-
vitað að komast upp í úrvalsdeild og hjá
konunum er það að sigra úrvalsdeildina.
Besti stuðningsmaðurinn: Foreldrar Jóns
Kristins liðsfélaga míns hafa nú lengi vel
stutt liðið og mætt á hvem leikinn á fæt-
ur öðrum.
Eftirminnilegasti þjálfarinn: Orri gamli
mun dvelja lengi vel í minni mínu.
Fyndnasta atvik: Þegar Orri og Stef-
án fóru að slást um hver yrði fyrstur að
fá afgreiðslu á KFC eftir mót hjá okkur
í fyrra.
Stærsta stundin: Mér þótti það nokkuð
stór stund núna í ár þegar við sigruðum
Hött Egilsstöðum og ég var stigahæstur
með 21 stig.
Athyglisverðasti leikmaður í meistara-
flokki karla hjá Val: Þeir eru nú margir
athyglisverðir en ætli að ég verði ekki að
seigja The Beast, þ.e. Hjalti Friðriksson.
Hvað lýsir þínum húmor best: Kjána-
legur og sniðugur, jú og svo auðvitað
alveg ótrúlega fyndinn.
Fleygustu orð: „If you are scared to fail
you don’t deserve to be successful" -
Charles Barkley.
Mottó: Sama hvert leiðinn liggur vertu
ávallt sjálfum þér trúr.
Við hvaða aðstæður líður þér best:
Þegar maður er búinn að vera að æfa á
fullu og finnur einfaldlega hvað maður er
í góðu formi.
Hvaða setningu notarðu oftast: „Jæja
hvað segir gamli þá?“
Hvað er það fallegasta sem hefur ver-
ið sagt við þig: „Bergur, þú ert æðisleg-
ur. Mig dreymir um að vera eins og þú.“
- Magnús Sigurðsson.
Fullkomið laugardagskvöld: Að vera
einhverstaðar að muncha yfir góðri bíó-
mynd með góðu fólki.
Fyrirmynd þín í körfubolta: Uss,
manni dettur svo margir í hug, mér hef-
ur nú lengi fundist Chris Paul spila mjög
skemmtilegan bolta.
Draumur um atvinnumennsku í körfu-
bolta: Að sjálfsögðu dreymir mig um
atvinnumennsku og það er markmiðið
að geta lifað af körfuboltanum í framtíð-
inni, en í hversu gott lið og í hversu góða
deild maður kemst er alltaf góð spurn-
ing. Ég trúi að manni geti tekist allt sem
maður tekur sér fyrir hendur og auðvitað
stefnir maður á toppinn.
Landsliðsdraumar þínir: Það eru nú
ansi fá ár eftir til að komast í unglinga-
landsliðin, en maður gefst þó ekki upp.
Svo er það bara A-landsliðið sem er
raunsætt markmið fyrir alla krakka sem
stunda körfubolta á íslandi, eina sem þarf
er metnaður, viljastyrkur og sjálfstraust.
Besti söngvari: Ragnar Gylfason í
sturtu.
Besta hljómsveit: Wu Tang Clan.
Besta bíómynd: Night at the Roxbury.
Besta bók: íslensk orðabók.
Besta lag: What is love með Haddaway.
Uppáhaldsvefsíðan: Valur.is, hvað ann-
að?
Uppáhaldsfélag í enska boltanum: Nú
auðvitað Liverpool.
Uppáhalds erlenda körfuboltafélagið:
Los Angeles Clippers.
Ef þú yrðir að vera einhver annar: Ef
ég fjarlægi langan lista af atvinnu körfu-
boltamönnum, þá myndi ég alveg til í að
vera leikarinn Hugh Jackman sem var
nýverið valinn kynþokkafyllsti maður
í heiminum af People tímaritinu. Hann
hlýtur að hafa það gott.
Nokkur orð um núverandi þjálfara:
Frábær þjálfari, algjör meistari.
Ef þú værir alvaldur í Val hvað mynd-
ir þú gera: Reyna að fá fleiri iðkendur í
Val og svo myndi ég auglýsa körfubolt-
ann meira, annars er staðan nokkuð fín.
Nokkur orð um nýju aðstöðuna á Hlíð-
arenda: Frábær aðstaða, með þeim bestu
á landinu ef ekki sú besta, einn galli þó,
gólfin geta verið nokkuð sleip.
Valsblaðið 2008
95