Valsblaðið - 01.05.2008, Side 95

Valsblaðið - 01.05.2008, Side 95
Framtíðarfólk Ég ætla að verða atvinnumaður í körfubolta Bergup ÁslPáðsson ep 17 ápa og leikup kðrfubolta með dpengja- og unglingaflokki og meistaraflohhi Nám: Er á fyrsta ári í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Kærasta: Ekki sem stendur. Einhver í sigtinu: Maður hefur nú allt- af augun opin. Hvað ætlar þú að verða: Atvinnu körfu- boltamaður, að sjálfsögðu. Frægur Valsari í fjölskyldunni: Pabbi spilaði nú með Val á sínum tíma og þar af eitt ár með meistaraflokki. Hvernig hafa foreldrar þínir stutt þig í körfuboltanum: Þau hafa mætt á leiki, borgað æfingargjöld og flest annað sem foreldrar gera til að styðja börnin sín í íþróttum, auk þess hef ég oft farið með pabba í körfu utan æfinga. Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl- skyldunni: Afi hefur nú alltaf verið í góðu formi, mikill júdókappi, hlaupari of fleira. Stjörnuspá þín fyrir næsta ár: Sigrar, sigrar og ekkert nema sigrar. Af hverju körfubolti: Pabbi kom mér í körfuna á sínum tíma og fyrir það er ég mjög þakklátur. Af hverju Valur: Því að pabbi var í Val og svo á ég einnig heima í Hlíðunum. Helstu afrek í öðrum íþróttagreinum: Ég held að ég hafi skorað fjögur mörk í handbolta í íþróttatíma í fyrra þegar ég stundaði nám við Hlíðaskóla. Mikið afrek. Eftirminnilegast úr boltanum: Það verður að vera í fyrra þegar Toggi skor- aði 67 stig í leik gegn Keflavík í 11. flokki. Hvernig var síðasta tímabil: Það hefði getað gengið betur, við vorum óheppnir í drengja- og unglingaflokki aðeins einum sigri frá því að komast í úrslitakeppnina í báðum flokkum. Ein setning eftir tímabilið: Ég mun ekki gefast upp. Hver eru markmiðin í körfuboltanum í Val á þessu tímabiti: Að byggja upp sterka liðsheild, sýna metnað og bæta sig. Svo hjá meistaraflokki karla er það auð- vitað að komast upp í úrvalsdeild og hjá konunum er það að sigra úrvalsdeildina. Besti stuðningsmaðurinn: Foreldrar Jóns Kristins liðsfélaga míns hafa nú lengi vel stutt liðið og mætt á hvem leikinn á fæt- ur öðrum. Eftirminnilegasti þjálfarinn: Orri gamli mun dvelja lengi vel í minni mínu. Fyndnasta atvik: Þegar Orri og Stef- án fóru að slást um hver yrði fyrstur að fá afgreiðslu á KFC eftir mót hjá okkur í fyrra. Stærsta stundin: Mér þótti það nokkuð stór stund núna í ár þegar við sigruðum Hött Egilsstöðum og ég var stigahæstur með 21 stig. Athyglisverðasti leikmaður í meistara- flokki karla hjá Val: Þeir eru nú margir athyglisverðir en ætli að ég verði ekki að seigja The Beast, þ.e. Hjalti Friðriksson. Hvað lýsir þínum húmor best: Kjána- legur og sniðugur, jú og svo auðvitað alveg ótrúlega fyndinn. Fleygustu orð: „If you are scared to fail you don’t deserve to be successful" - Charles Barkley. Mottó: Sama hvert leiðinn liggur vertu ávallt sjálfum þér trúr. Við hvaða aðstæður líður þér best: Þegar maður er búinn að vera að æfa á fullu og finnur einfaldlega hvað maður er í góðu formi. Hvaða setningu notarðu oftast: „Jæja hvað segir gamli þá?“ Hvað er það fallegasta sem hefur ver- ið sagt við þig: „Bergur, þú ert æðisleg- ur. Mig dreymir um að vera eins og þú.“ - Magnús Sigurðsson. Fullkomið laugardagskvöld: Að vera einhverstaðar að muncha yfir góðri bíó- mynd með góðu fólki. Fyrirmynd þín í körfubolta: Uss, manni dettur svo margir í hug, mér hef- ur nú lengi fundist Chris Paul spila mjög skemmtilegan bolta. Draumur um atvinnumennsku í körfu- bolta: Að sjálfsögðu dreymir mig um atvinnumennsku og það er markmiðið að geta lifað af körfuboltanum í framtíð- inni, en í hversu gott lið og í hversu góða deild maður kemst er alltaf góð spurn- ing. Ég trúi að manni geti tekist allt sem maður tekur sér fyrir hendur og auðvitað stefnir maður á toppinn. Landsliðsdraumar þínir: Það eru nú ansi fá ár eftir til að komast í unglinga- landsliðin, en maður gefst þó ekki upp. Svo er það bara A-landsliðið sem er raunsætt markmið fyrir alla krakka sem stunda körfubolta á íslandi, eina sem þarf er metnaður, viljastyrkur og sjálfstraust. Besti söngvari: Ragnar Gylfason í sturtu. Besta hljómsveit: Wu Tang Clan. Besta bíómynd: Night at the Roxbury. Besta bók: íslensk orðabók. Besta lag: What is love með Haddaway. Uppáhaldsvefsíðan: Valur.is, hvað ann- að? Uppáhaldsfélag í enska boltanum: Nú auðvitað Liverpool. Uppáhalds erlenda körfuboltafélagið: Los Angeles Clippers. Ef þú yrðir að vera einhver annar: Ef ég fjarlægi langan lista af atvinnu körfu- boltamönnum, þá myndi ég alveg til í að vera leikarinn Hugh Jackman sem var nýverið valinn kynþokkafyllsti maður í heiminum af People tímaritinu. Hann hlýtur að hafa það gott. Nokkur orð um núverandi þjálfara: Frábær þjálfari, algjör meistari. Ef þú værir alvaldur í Val hvað mynd- ir þú gera: Reyna að fá fleiri iðkendur í Val og svo myndi ég auglýsa körfubolt- ann meira, annars er staðan nokkuð fín. Nokkur orð um nýju aðstöðuna á Hlíð- arenda: Frábær aðstaða, með þeim bestu á landinu ef ekki sú besta, einn galli þó, gólfin geta verið nokkuð sleip. Valsblaðið 2008 95
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.